Saga - 2019, Blaðsíða 233
við getum rakið söguna, hún gefur líka hugmynd um það hvað hinum
fyrstu sagnariturum þótti áhugavert.
Mikið er til í því, held ég. Sagnaauður Landnámabókar er óviðjafnanlegur
af því að atburðarásin var einstök. En um leið og kemur inn á svið sagn -
fræðinnar spretta upp spurningar um traustleika, sannleik. Það reynist til
dæmis vanta nokkuð upp á að seinni tíma áhugamenn á Íslandi hafi ein-
skorðað sig við sannan fróðleik um frumbyggja landsins. Þegar brotum
elstu sögunnar var raðað saman gat orðið misbrestur á að þau væru sann-
leikanum samkvæm í bókstaflegri merkingu. Til dæmis héldu nítjándu
aldar menn því fram að landnámsmaðurinn Ingólfur Arnarson hefði verið
svo mikilvirkur að hann hafi grafið Soginu farveg úr Þingvallavatni niður í
Hvítá og þess vegna heiti sveitin vestan þess Grafningur (Jón Árnason,
Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri IV (1956), bls. 132–133). Að vita mikið er vissu-
lega ekki það sama og að vita rétt en það er ekki andstæða þess heldur.
Auðvitað getur það líka gerst að vissa sögumanna sé sönn og rétt, jafnvel
sannanleg. En eins og sögulegur skáldskapur reynist röksaga Bergsveins
vera undanþegin þeirri kröfu að einstök atriði séu sönn í hversdagslegri
merkingu. Það leggur sannleikskröfuna ekki í rúst en það gerir ritverkin
býsna ósambærileg við sagnfræði.
Þar með er ekki öll sagan sögð. Til þess að (rök)saga skapi gott verk verður
hún líka að vera mikilvæg. Frá mínu sjónarmiði tínir Bergsveinn stundum
saman óþarflega mikið af fróðleiksmolum úr víkingaaldarsögu til þess að það
verði góð sagnfræði. Þar má taka til dæmis eitt smáatriði, þegar írski konung-
urinn Flann í Brega er nefndur á fjórum blaðsíðum og sagt að hann hafi barist
við víkinga árið 865 eða 866 og 868 (bls. 205, 207, 210, 211) en svo kemur hann
ekki við sögu; hann breytir engu um söguna. Hér er atriði sem sagnfræðingar
mundu væntanlega meta sem lítilvægt í samhengi frásagnarinnar.
Leitin að svarta víkingnum er þó engin staðreyndatínsla, þar eru gríðar -
lega mikilvæg söguleg efnisatriði. Ef ég á að velja aðeins eitt finnst mér þar
vega þyngst sú kenning höfundar að Geirmundur hafi stofnað til umfangs-
mikils atvinnurekstrar í hagsmunaskyni á Íslandi til að veiða rostung og
vinna tennur hans, húð og spik í útflutningsvörur. Bergsveinn talar um
Geirmundarveldi, stofnað af norrænum valdablokkum á Írlandi með mikl-
um innflutningi á írskum þrælum. Hann heldur því jafnvel fram að fyrsti
rannsóknarleiðangurinn hafi farið til Íslands árið 867 (bls. 195), ekki svo að
skilja að hann birti heimild um það, og aðeins fjórum blaðsíðum fyrr hefur
hann látið sér nægja að segja að það geti hafa verið 866 eða 867 sem leið -
angur inn var hafinn (bls. 191).
Ámóta hiklaus er Bergsveinn til dæmis að áætla um þrælaeign Geir -
mund ar. Landnámabók segir að hann hafi jafnan haft með sér átta tugi
manna þegar hann fór milli búa sinna. Þessa menn kallar Bergsveinn frels-
ingja og þykist vita að þeir hafi verið lífverðir Geirmundar, líklega norrænir
fremur en írskir, og hafi hver þeirra getað haft stjórn á 120 þrælum (bls. 227–
ritdómar