Saga - 2019, Blaðsíða 256
Unnur Birna Karlsdóttir, ÖRÆFAHJÖRÐIN. SAGA HREINDÝRA Á ÍS -
LANDI. Sögufélag. Reykjavík 2019. 283 bls. Myndir, heimildaskrá,
mynda- og kortaskrá, töfluskrá, nafna- og efnisorðaskrá. Útdráttur á
ensku.
Þótt töluvert hafi áður verið skrifað um hreindýr hér á landi er Öræfahjörðin.
Saga hreindýra á Íslandi brautryðjandaverk. Engin rannsókn á sviði hugvís-
inda hefur áður verið unnin um sambúð Íslendinga og hreindýra. Bókin er
fyrsta heildstæða saga dýrategundarinnar frá því að hún var fyrst flutt til
landsins árið 1771 og til dagsins í dag. Á árunum 2012–2015 vann Unnur
Birna í forstöðustarfi sínu hjá Minjasafni Austurlands að gerð og uppsetn-
ingu sýningar um hreindýr á Austurlandi sem var opnuð í júní 2015. Af því
tilefni viðaði hún að sér miklu safni heimilda og í kjölfar opnunarinnar hóf
hún að vinna úr gögnunum og bókin er afrakstur rannsóknar hennar á
árunum 2015–2019. Heimildirnar eru bæði innlendar og erlendar, frum-
heimildir, blaðagreinar, bækur, tímarit, vefir og viðtöl. Með því að skoða
heimildaskrána má sjá að höfundur hefur kynnt sér flest það sem ritað hefur
verið á íslensku um viðfangsefnið og segja má að meginstyrkur bókarinnar
liggi í nákvæmri heimildavinnu og góðri úrvinnslu aflaðra gagna. Afrakst -
ur inn er þessi fallega og fróðlega bók þar sem flestum spurningum varðandi
hreindýr og sögu þeirra er svarað og hún ber með sér einlægan áhuga höf-
undar á viðfangsefninu.
Hugmyndir Íslendinga um hreindýr eru í brennidepli og ritið er fyrst og
fremst hugmyndasaga. Áhersla rannsóknarinnar liggur í því að greina
viðhorf þeirra til hreindýra frá því að þau komu fyrst til landsins. Höfundur
spyr í inngangi eftir farandi spurninga um samband landsmanna og dýr -
anna: Hvers vegna voru hreindýr flutt til Íslands? Rættust þær væntingar
sem bjuggu að baki innflutningi þeirra? Hvaða rými hefur þeim verið
skipað í íslenskri náttúru? Hafa þau þýðingu í íslenskri menningu? Hafa
þau verið í útrýmingarhættu? Hafa þau verið álitin ágeng framandi tegund?
Kemur stefna um sjálfbærni í sambúð manns og náttúru við sögu hreindýra
hér á landi? Höfundur segir megintilgang rannsóknarinnar að svara þessum
spurningum. Það ætlunarverk tekst með ágætum.
Öræfahjörðin skiptist í sex hluta og lýkur með niðurstöðukafla eða sam-
antekt. Fyrsti hluti, Villt hreindýr og tamin, er stystur. Um er að ræða al -
mennan fróðleik um hreindýr, dýrafræði og vistfræði. Gefið er yfirlit yfir
lífshætti þeirra og þátt mannsins í sögu stofnsins. Umfjöllunin er fræðandi
og bráðnauðsynleg, ekki síst fyrir þá lesendur sem ekki þekkja vel til
hreindýra. Dýrunum er lýst líffræðilega, greint er frá lífsháttum þeirra og
útbreiðslu um norðurhvel jarðar, meðal annars með góðu og aðgengilegu
korti. Þau tilheyra öll sömu tegund en skipta má þeim í flokka og undir -
flokka. Meginflokkarnir eru þrír: skógarhreinar, túndruhreinar og eyjahrein-
ritdómar254