Saga - 2019, Blaðsíða 162
Skólaeftirlitið virðist hafa farið hægt af stað. Eins og landlæknir
nefndi í skýrslum sínum þá þurftu menn að aðlagast hugmyndinni
um eftirlit lækna með skólahaldi og skólabörnum.20 Átti það einnig
við um skýrslur úr Skagafirði.21 Sumum þótti skorta leiðbeiningar
og samræmingu á eftirlitinu.22 Guðmundur Hannesson, sem þá
gegndi embætti landlæknis tímabundið, birti auglýsingu í Lögbirt -
inga blaðinu um eftirlitið og hvernig því skyldi háttað.23 Í Heilbrigðis -
skýrslum árið 1926 birtust einnig leiðbeiningar um skólaeftirlit eftir
Guðmund. Þar var ítarlega farið yfir hvernig skólaeftirlit skyldi fara
fram og hvað ætti að skoða. Þar var nefnt að í byrjun skólaárs skyldi
heilsufarsbókum útbýtt til foreldra þeirra barna sem væru að hefja
skólagöngu sína sem foreldrar ættu að fylla út og senda barnið með
í skólann. Í skoðuninni sjálfri skyldu börnin skoðuð í fimm til tíu
manna kynjaskiptum hópum þar sem börnin þyrftu að vera nakin
við hluta skoðunarinnar. Barnið eigi að vera vegið og hæðarmælt
ásamt því að vera tekið til ítarlegrar læknisskoðunar þar sem meðal
annars eigi að hlusta á hjarta og lungu, skoða vaxtarlag, holdafar,
hörundskvilla, hryggskekkju, hvort það sé til staðar eitlaþroti,
skemmd ar tennur og lús eða nit í hári. Þá skrifar Guðmundur að
skólaeftirlit geti verið bæði skemmtilegt og nytsamlegt þar sem
læknar hafi tækifæri til að hafa góð áhrif á ungu kynslóðina og forða
henni frá heilsutjóni. Í leiðbeiningunum er gert ráð fyrir að ekki
aðeins séu börnin skoðuð heldur er einnig mælst til þess að læknar
skoði kennara og heimilis menn þegar gerð sé læknisskoðun í far-
andskólum og sjái um al þýðu fræðslu til dæmis um þrifnað og heil-
brigðismál. Einnig skuli skólahúsnæðið skoðað með tilliti til hús-
gagna, umgengni og þrifn aðar.24
Þrátt fyrir þetta framtak landlæknis var enn nokkur dráttur á
skilum á skýrslum héraðslækna um skólaeftirlit til landlæknis. Það
var ekki fyrr en árið 1936 að skýrslur bárust landlækni úr öllum
héruðum.25 Landlæknir hafði nokkrar áhyggjur af stöðu mála. Í heil-
brigðisskýrslu 1929 skrifaði hann: „Skólaskoðanir og eftirlit með
linda björk og sólborg una160
20 Benedikt Tómasson, „Heilbrigðiseftirlit í skólum og kvillar skólabarna“, bls. 181.
21 Heilbrigðisskýrslur 1911–1920, bls. 77, 86, 137–138.
22 Benedikt Tómasson, „Heilbrigðiseftirlit í skólum og kvillar skólabarna“, bls. 176.
23 Sama heimild, bls. 177.
24 Heilbrigðisskýrslur 1926–1930. Samdar eftir skýrslum hjeraðslækna að tilhlutun heil-
brigðisstjórnarinnar (Reykjavík: Fjelagsprentsmiðjan 1928), bls. 57–82.
25 Benedikt Tómasson, „Heilbrigðiseftirlit í skólum og kvillar skólabarna“, bls. 181.