Saga - 2019, Blaðsíða 237
festina og deilur um hvar fólk ætti sveitfesti en hún var ekki afnumin fyrr
en árið 1936, og mikla skýrslugerð í því samhengi. Við fáum innsýn í hvaða
kröfur voru gerðar til ættingja hvað varðar framfærslu og rétt fátækranefnd-
ar til þess að rannsaka efnahag einstaklinga: Var viðkomandi í stakk búinn
til þess að taka að sér uppihald ættingja eða ekki? Höfundur fjallar jafnframt
um eftirlitið með þurfamönnum, í hvað þeir máttu nota styrkinn og hvað
ekki. Einnig var rætt um hvernig ætti að fara með fólk sem þótti til sérstakra
vandræða, „slæpingja og óreglumenn“ (bls. 85). Refsivist á eyjum (Papey,
Breiðafjarðareyjar) var þar talinn kostur en varð minna úr en til stóð.
Höfundur ræðir um framlag verkalýðshreyfingarinnar í þessu sam -
hengi, hvernig hún stuðlaði að sjálfshjálp fólks, vakti athygli á slæmum
húsakosti, stuðlaði að umbótum og vann ekki síst að því að koma á trygg-
ingalöggjöf sem væri bærilegri en þágildandi lög. Samhliða gagnrýndi
hreyfingin harðlega hvernig staðið var að framkvæmd fátækralög gjafar -
innar. Við fáum innsýn í aðstæður á heimilum þurfamanna, heilsuleysi,
ómegð og allsleysi. Sérstaklega voru einstæðar mæður og ekkjur í erfiðri
stöðu. Þá kynnist lesandi samskiptum þurfamanna og yfirvalda og því
hvernig bréf þurfamanna lúta ákveðnu formi, þó ekki hjá öllum! Athyglis -
verð er sagan um það þegar þurfamenn stofna félag og gefa jafnvel út blað
málstað sínum til stuðnings.
Í lokin er fín samantekt um stöðu fátækramála í Reykjavík á fyrstu ára-
tugum tuttugustu aldar og þar dregur höfundur líka skýrt fram eitt helsta
einkenni fátækralaganna, að fæla fólk frá því að leita sér aðstoðar þar til í
algjört óefni væri komið. Greinin er vönduð umfjöllun um aðstæður fátækra
í Reykjavík á umræddu tímaskeiði og ljóst að þær heimildir sem byggt er á
bjóða upp á spennandi rannsóknarvettvang. Ætla má að gögn annars staðar
á landinu geti boðið upp á svipuð tækifæri. Í greininni eru nöfn fólks birt og
jafnvel fjallað um aðstæður einstaklinga sem látnir eru fyrir fáum áratugum
og gætu átt afkomendur í fullu fjöri. Ég velti fyrir mér hvort sleppa hefði
mátt sumum nafnanna enda getur umfjöllun af þessum toga verið aðstand-
endum erfið.
Sólveig Ólafsdóttir kallar grein sína „Hús í hrauni. Hversdagslíf og
híbýli í Hafnarfirði um aldamótin 1900“. Í upphafi greinar sinnar birtir höf-
undur mynd af svokölluðu herforingjaráðskorti af Hafnarfirði frá 1903 og
einnig ljósmyndir frá bænum í kringum aldamótin 1900. Við tekur síðan
umfjöllun um híbýli og fólk í bænum út frá þessu myndefni og öðrum heim-
ildum. Rætt er um líf og kjör íbúanna, bæ frá bæ, og greint ítarlega frá
aðstæðum á hverjum stað. Ekkjurnar eru margar og þröngbýlið og nægju-
semin sýnist manni vera undraverð (t.d. bls. 134, 137). Margt er athyglisvert
í þessu samhengi, til dæmis garðræktin sem hefur greinilega verið mikil-
vægur hluti af kosti fólks á þessum tíma. Sama á við um skilgreiningu á
mannabústað. Þar var ekki endilega gert ráð fyrir að unnt væri að standa
uppréttur en gluggi varð að vera (bls. 143). Umfjöllun um efnisnotkun við
ritdómar 235