Saga - 2019, Blaðsíða 95
er sér á báti. Hún er líklega skrifuð af Sigurði Guðmundssyni (1878–
1949), síðar skólameistara við Menntaskólann á Akureyri, og fjallar
um „kvennafar“ í Lærða skólanum árin á undan.36 Kvennafarið hafði,
samkvæmt Sigurði, aukist mjög á síðasta áratug nítjándu aldarinnar
og rekur hann það einna helst til þess að
þá fara piltar að fá sér reiðfæri, þau er þeir kölluðu „smokka“. Sú náttúra
fylgir verkfærum þessum, að þau girða fyrir allar hættulegar afleið -
ingar kvennafars ɔ: að konur verði barnshafandi, þótt karlar hafi hold-
legt samræði við þær. Sumir skólapiltar tóku þessum nýju gestum
þegar tveim höndum og þeim þótti sem gripir þessir væri hin mestu
þarfaþing, því að nú gátu þeir áhyggjulausir stytt sér stundir á geðsleg-
um griðkumaga á hinum löngu, leiðinlegu og skuggafullu skamm -
degis kveldum … Brátt fóru fleiri og fleiri að nota verjur þessar. Var svo
komið veturinn 1896–97 … að eigi allfáir pilta höfðu „smokka“ … Til
þessa hafði það verið allmiklum erfiðleikum bundið að afla þinga þess-
ara, því að þau vóru seld með hinni mestu leynd og því var einatt erfitt
að vita, hvar þau væri helzt að fá. En vorið 1897 gekk drengur einn inn
í skólann, er varð skólapiltum hin mesta bjargvættur í þessu efni. Það
var Adolph Wendel.37
Adolph (eða Adolf) Wendel (1880–1921), síðar kaupmaður í Ósló,
virðist leika merkilegt hlutverk í kynferðissögu Reykjavíkur. Hann
var sonur þýsks verslunarstjóra sem starfaði á Þingeyri við
Dýrafjörð, sem dr. Ehlers hafði heimsótt og ritað um nokkrum árum
fyrr.38 Sú umræða fór ekki fram hjá Árbókarritara: „Hefir kauptúni
þessu lengi verið viðbrugðið fyrir ýmiss konar siðspilling, — eink -
um hefir fólk þar þótt miður skírlíft. Við svona líf er nú Wendel
greyið uppalinn — og hefir hann snemma tamið sér listina.“39
Wendel virðist hafa notað stöðu sína sem kaupmannssonur með
verslunarsambönd við útlönd til að komast yfir smokka til eigin
notkunar og áttaði hann sig vel á að þeir höfðu fleiri hlutverk en
kaupstaðasótt og freyjufár 93
36 ÞÍ. Menntaskólinn í Reykjavík 1930–0. A/4. Árbækur Lærða skólans 1912–
1914. Skýrsla yfir ritendur árbókanna, bls. 33. Nokkrir ritendur komu að
árbókinni 1899–1900 en hér er byggt á rithandarlíkindum milli skýrslu og
Árbókarfærslu.
37 ÞÍ. Menntaskólinn í Reykjavík 1930–0. A/3. Árbækur Lærða skólans 1895–
1902. IX. bindi (1899–1900), bls. 88–89.
38 Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940 I, A–E
(Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1948), bls. 1–2.
39 ÞÍ. Menntaskólinn í Reykjavík 1930–0. A/3. Árbækur Lærða skólans 1895–
1902. IX. bindi (1899–1900), bls. 90.