Saga - 2019, Blaðsíða 186
skrifa almennan ritdóm um bókina enda er annar maður búinn að
gera það fyrir Sögu.2
Axel flokkar mig þannig að ég sé „hallur undir“ hnignunarkenn-
inguna (AK 29). Sjálfur man ég ekki eftir eða get fundið að ég hafi
nokkurn tímann lýst því yfir. Í inngangsfyrirlestri að málstofu um
kenninguna á 2. íslenska söguþinginu árið 2002 gekk ég ekki lengra
en svo að spyrja í kaflafyrirsögn: „Var kannski hnignun á Íslandi?“ og
hvetja til áframhaldandi þverfaglegra rannsókna sagnfræðinga og
náttúrufræðinga á efninu.3 Um svipað leyti sneri ég drögum að
íslenskri miðaldasögu, sem ég hafði glímt við í nokkur ár, upp í fjöl-
binda handbók sem var ekki skipulögð í heild frá upphafi en gaf
sterklega í skyn að ég byggist ekki við að mér entust kraftar eða ald-
ur til að ljúka henni.4 Þarna er einfaldlega tekið á efnisatriðum þegar
höfundi finnst komið að þeim í efnisröð sem hann býr auðvitað til
sjálfur. Fyrsta bindi reyndi ég að skrifa eins og inngang að yfirlits -
bók um íslenska miðaldasögu og sá ekki tilefni til að fjalla neitt um
hnignunarkenningu þar. Hún er að minnsta kosti ekki nefnd í efnis -
yfirliti eða bendiskrá bindisins.5 Í öðru bindi um landnám Íslands
(sem kom raunar út á eftir þriðja bindi) fór svo lítið fyrir hnignunar -
kenningunni að ég varð að beita orðaleit í tölvu til að finna hana. En
þar reynist hnignun vera nefnd þar sem sagt er frá landnámssögum
sem finnast ekki skráðar fyrr en á nítjándu öld, til dæmis þjóð sögu
sem segir að Ingólfur Arnarson hafi grafið Soginu farveg úr Þing -
vallavatni suður í Hvítá og þess vegna heiti sveitin vestan þess
Grafningur. Ég spyr hvað eigi að lesa út úr þessari tilhneigingu til
að afbaka stærðarhlutföll landsins og landnámsfólksins. „Er það
merki um upphafningu á stofni Íslendinga eða hugmynd um lang-
varandi hnignun mannlífsins á Íslandi?“6 Þriðja bindi handbókar-
innar, Lífsbjörg Íslendinga frá 10. öld til 16. aldar, kallar Axel Kristins -
gunnar karlsson184
2 Guðmundur J. Guðmundsson, „Axel Kristinsson, HNIGNUN. HVAÐA HNIGN -
UN? GOÐSÖGNIN UM NIÐURLÆGINGARTÍMABILIÐ Í SÖGU ÍSLANDS.“
Saga LVII:1 (2019), bls. 200–203.
3 Gunnar Karlsson, „Saga og eðli hnignunarkenningar“, 2. íslenska söguþingið 30.
maí – 1. júní 2002. Ráðstefnurit I. Ritstjóri Erla Hulda Halldórsdóttir (Reykjavík:
Sögufélag 2002), bls. 106–107.
4 Gunnar Karlsson, Inngangur að miðöldum. Handbók í íslenskri miðaldasögu I
(Reykjavík: Háskólaútgáfan 2007), bls. 13–16.
5 Gunnar Karlsson, Inngangur að miðöldum, bls. 5–7, 362.
6 Gunnar Karlsson, Landnám Íslands. Handbók í íslenskri miðaldasögu II (Reykjavík:
Háskólaútgáfan 2016), bls. 376.