Strandapósturinn - 01.06.2016, Page 27
25
fjarðar og fara með tækið til baka í búðina. Þar kom í ljós að afi
var svo hræddur um að brjóta viðkvæma lampana að hann hafði
ekki þrýst þeim nógu fast niður. Aftur var gengið í Skjaldarvíkina
og nú var þrýst nógu fast til það smelltist almennilega. Og þvílík
breyting, þvílíkt líf sem kom á þennan afskekkta stað, einangrun-
in var rofin, Víkin var komin í samband við umheiminn. Pabbi
segir að engin breyting í nútímanum hafi verið eins gríðarlega
mikil á Íslandi og tilkoma útvarpsins.
Það er hægt að reyna að skilja þessa breytingu á þessum stað
sem maður eiginlega kemst ekki til nema gangandi og ekki án
þessa að vaða jökulfljót. Sjálfur fór pabbi eiginlega ekki úr Skjalda-
bjarnarvíkinni, það var ekki mikið farið með börn á aðra bæi og
ekki fór amma mikið heldur. Þannig að útvarpið var alger bylting.
Umheimurinn inni í stofu á bænum þar sem ekkert hafði áður
komið utan einstaka gestur, og það sjaldgæfur gestur, en nú var
kominn endurómur umheimsins í bæinn flesta daga. Enda kom
fólk til afa og ömmu úr Reykjarfirði, prúðbúið á sunnudögum til
að hlusta á messuna.
Á endanum varð þó lífsbaráttan of hörð og amma þurfti að
kveðja álfkonuna góðu sem enn býr í Skjaldabjarnarvík og vakir
þar yfir.
Um afa og ömmu má lesa á síðu sem hún Elsa Guðmundsdótt-
ir, frænka mín, hefur sett upp (http://afiogamma.weebly.com/)
og pabbi hefur líka skrifað um líf þeirra í fjölmörgum grein-
um í Strandapóstinn.