Strandapósturinn - 01.06.2016, Page 28
26
Um miðja 20. öld urðu miklar breytingar á framkvæmd selveiða í
Broddanesi. Fram undir 1950 voru gamlar venjur enn þá ráðandi
í tilhögun selveiða en breytingar verða þegar Jón Þórðarson hætt-
ir að stjórna samvinnu bænda í Broddanesi og Broddadalsá vegna
aldurs og sonur hans, Jón Jónsson, tekur við. Það sem hér er sett
á blað eru slitur minninga frá því fyrir 1950 og byrja ég í upphafi
árs.
Á góu var byrjað að riða net. Keyptar voru sex viður af
selanetagarni. Til að geta riðið net þurfti netnál og riðil.
Selanetariðill var 6" breiður, um 10" langur með rúnnuðum rönd-
um. Ekki man ég nákvæmlega dýpt neta (13–15 möskva) en alltaf
var endi sá sem að landi sneri 1–2 möskvum grynnri en dýpri
endinn. Lengd ófellds nets var 60 faðmar. Net voru felld á 3/8"
tein. Þegar búið var að fella netin voru þau 28–30 faðmar. Síðan
voru þau lituð með barkarlit, venjulega þarabrúnum. Þá voru þau
þurrkuð og sett á þau kork.
Lagnir byrjuðu eftir miðjan júní. Ætíð var byrjað að leggja við
Flögurnar, síðan við Skotta og Þernuhólmasker og þá inni á Firði.
Á fyrstu árum, er ég man eftir, voru ætíð notaðir Stóri bátur eða
Huginn við lagnir og fyrstu umvitjanir. Byrjað var á að kljá netin
út í bátinn. Það var gert á þann hátt við þau net sem lögð voru í
skut báts að kork netsins voru lögð niður í skutinn en kljásteinar
fyrir framan öftustu þóftu. Þau net, er lögð voru niður í barka
báts, voru öll fyrir framan fremstu þóftu, en þar var korkateinn
Sigurður Guðbrandsson
frá Broddanesi
Um selveiðar í
Broddanesi