Strandapósturinn - 01.06.2016, Page 35
33
Jón Hjartarson
Afi og amma
Aldarspegill í þágu
unga fólksins1
Ef okkur þykir gott að lifa, skulum við vera þakklát
forfeðrum okkar fyrir að hafa hrundið af stað
atburðarás, sem síðar leiddi til okkar lífs.
Það voraði í kulda vorið 1877. Síendurtekin harðindi seinustu
áratugi 19. aldar voru með slík um ósköpum að líkja má við tímabil
Móðuharðindanna eftir Skaftáreldana miklu. Árið 1882 varð tíu
sinnum alsnjóa frá Jónsmessu og til leita. Við þessa veðurfarslegu
óáran bættist misl ingafaraldur sem fór um landið eins og logi yfir
akur, lagði flesta í rúmið og margir dóu, eink um börn og ófrískar
konur eins og segir í frétt frá þessum tíma:
Komu börnin andvana, en mæðurnar dóu hrönnum saman.2
Flótti fólks til Vesturheims stóð sem hæst, þúsundir manna flýðu
harðindasveitirnar í von um betra líf handan við hafið (171 flytur
úr Strandasýslu). Þrátt fyrir landflótta sat fjöldinn eftir og tókst á
við harðindin, fjárfellinn, sultinn og fátæktina.
Inn í þessa náköldu öld fæðist Páll afi 19. ágúst 1877 á Víðidalsá
í Hrófbergshreppi. Þrátt fyrir óáran í náttúrunni er hann óska-
barn foreldra sinna, Gísla Jónssonar og Sigríðar Jónsdótt ur.
Jörðin Víðidalsá er stór og góð miðað við þeirra tíma mælikvarða,
1 Grein sú sem fer hér á eftir er hátíðarræða flutt á ættarmóti afkomenda Páls Gísla-
sonar og Þorsteinsínu Brynj ólfsdóttur sem haldið var að Laugum í Dalasýslu
helgina 4.–5. júní 2011.
2 Frjettir frá Íslandi árin 1879 og 1880 eftir Jónas Jónasson, Reykjavík 1882, bls. 48.