Strandapósturinn - 01.06.2016, Page 37
35
og að taka stór skref í ræktun landsins, sem myndi auka hagsæld
og vöxt langt umfram það sem áður hefur frést af. Þá berst sú
sorgarfregn með vorskipunum 1904 eða 1905, ekki hægt að finna
hvort heldur er, að Jón Gíslason hafi látist í Ameríku. Það er
gömlu hjónunum áfall að þessi ungi efnilegi maður sé skyndilega
fallinn frá og hvíli nú í ókunnri mold. Þau missa móðinn og af-
henda Páli afa alla arfleifð sína bæði í löndum og lausum aurum
og finna sér stað í horni hjá honum, þar sem þau njóta skjóls
seinustu æviárin.
Á þessum tímapunkti stendur afi, 28 ára gamall, frammi fyrir
stærstu áskorun lífs síns. Honum er falin til forsjár og eignar ein
af bestu jörðum í Strandasýslu ásamt efnum, sem eru meiri en
almennt gerist. Einn góðan veðurdag stendur hann á hlaðinu á
Víðidalsá, orðinn einn af ríkustu bændum sýslunnar með jörð í
höndunum, sem býr yfir miklum möguleikum. Á huga hans leita
margvíslegar hugsanir, tilfinningin er blendin, áskorunin er svo
knýjandi og áköf að hugsunin um bróðurmissi verður að víkja
fyrir verkefnum dagsins, mikilvæg úrlausn arefni sem ekki þola
neina bið banka á dyrnar.
Þorsteinsína Brynjólfsdóttir og Páll Gíslason.