Strandapósturinn - 01.06.2016, Blaðsíða 50

Strandapósturinn - 01.06.2016, Blaðsíða 50
48 Guðmundur H. Guðjónsson frá Kjörvogi Síðrituð þjóðsaga Þegar Guðmundi Árnasyni, bónda í Naustvík, var meinað að ganga inn Kjörvogshlíð Þegar ég, Guðmundur Hafliði Guðjónsson, var stráklingur að Kjörvogi heyrði ég sagt frá því í eldhúsi ömmu minnar, Guðrúnar Jónsdóttur, að Guðmundi Árnasyni í Naustvík hefði eitt sinn verið meinað að ganga inn Kjörvogshlíð af einhverjum dularfullum öfl- um. Þetta var á árunum fyrir 1950 en Guðmundur Magnússon, föðurbróðir minn, sagði söguna oftar en einu sinni svo ég heyrði. Hann hafði mikinn áhuga á alls konar dulrænum fyrirbrigðum og fengu þeir sem hann þekktu oft að heyra skoðun hans á þeim efnum. Söguna heyrði ég líka á Finnbogastöðum en þar sagði hinn rómaði sagnaþulur Þorsteinn Guðmundsson, bóndi þar, söguna og var hún nær samhljóða þeirri sem Mundi frændi sagði. Mér þótti þessi saga alltaf nokkuð furðuleg enda hafði enginn skýringu á því hvað þar var á ferðinni. Það var um 1920 í sláturtíðinni, síðla í september, að Guð- mundur Árnason (1889–1972), bóndi í Naustvík, lagði upp frá Kjörvogi á leið heim til sín. Það er rúmur klukkutíma röskur gangur frá Kjörvogi inn í Naustvík en Naustvík liggur nokkurn veginn mitt á milli Kjörvogs og Reykjarfjarðarbæjar sem er innst í samnefndum firði. Guðmundur lagði af stað um kvöldið með steinolíulukt í hendi og fór hina venjulegu reiðgötuleið sem lá með fram sjónum. Það var mjög dimmt yfir en blíðuveður. Vegur- inn er frekar seinfarinn enda hlykkjast hann um víkur og nes, yfir kleifar og klungur. Ekkert bar til tíðinda þar til hann var kominn inn að svokölluðum Ónaklettum, það er rúmlega hálftíma gang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.