Strandapósturinn - 01.06.2016, Page 66
64
Símskeyti frá Sveini Benediktssyni til Eflingar:
Símskeyti frá Reykjavík nr. 38 orð 24 þann 14.7. 1948 kl. 18.59
Ungm. félagið Efling Djúpavík.
Eigendur Kjósar samþykkja [að] gefa yður 500 fermetra lóð undir
íþróttahús samkvæmt uppdrætti [í]bréfi yðar 4. júlí stopp nánar í bréfi.
Sveinn Benediktsson
Bréf frá Sveini Benediktssyni til Eflingar:
Reykjavík, 14. júlí 1948.
Ungmennafélagið Efling,
Djúpavík,
Reykjarfirði.
Eg hefi móttekið bréf yðar dags. 4. júlí ásamt uppdrætti, þar sem merktur
er með rauðu sá staður, sem þér óskið að fá undir íþróttahús.
Eigendur Kjósar hafa samþykkt að gefa yður 500 m2 – fimm hundruð
fermetra – lóð á þeim stað, sem þér merktuð á kortinu til mín og sé breidd
lóðarinnar frá austri til vesturs 16,7 metrar og lengd frá norðri til suðurs
30 metrar. Lóðin er gefin með því skilyrði, að á henni verði reist íþrótta-
hús, sem sé eign ungmennafélagsins, ef slíkt hús er ekki reist innan
tveggja ára á lóðinni fellur hún aftur til núverandi eiganda jarðarinnar
Kjósar.
Endanlegt afsal fyrir lóðinni, á þeim grundvelli, sem hér er um talað,
munu eigendur Kjósar gefa yður í haust.
Virðingarfyllst
F.h. eigenda jarðarinnar Kjósar
Sveinn Benediktsson