Strandapósturinn - 01.06.2016, Page 74
72
Viðbót
Eftir að lokið var við greinina um samkomu- og íþróttahús ung-
mennafélagsins Eflingar kom í leitirnar kvæði sem greinilega er
ort í tilefni af byggingu hússins og hugsanlega í tilefni af fyrsta
dansleiknum sem þar var haldinn. Að áliti Skúla Alexanderssonar
er kvæðið líklega ort af Guðrúnu Jónsdóttur í Kjós.
Djúpavík er dásamlegur staður,
dansar þar og drekkur hver einn maður
bara kaffi, ekki vín.
En ekki er það ætlun mín,
að ekki megi einhver vera glaður.
Gleði-skála gildan höfum reist,
gamlar hömlur höfum við nú leyst,
upp er runninn ungrar æsku dagur.
En hvar stendur næsti stóri slagur?
Ó, hvað mikið tímar hafa breyst.
Mörgum þar í miðri sveit,
mikið illa á það leit,
að við skyldum eignast hús.
Eflaust var það sálarlús,
sem ekkert veit.
Það eru engin þarfa dýr,
Nei, þá er betra að hafa kýr,
þurfa ekki þurra mjólk.
Það verður alltaf sjálfstætt fólk,
sem svona býr.
Við skulum byggja Ísland okkar góða,
utan allra erlendra skrjóða.
Við skulum velja alltaf rétt,
eflaust verður það ei létt.
Við eigum marga sjálfvitringa fróða.