Strandapósturinn - 01.06.2016, Page 76

Strandapósturinn - 01.06.2016, Page 76
74 Oft hefur það komið í huga minn að gera tilraun til að lýsa gamla bænum í Norðurfirði þar sem ég og öll mín mörgu systkini erum fædd og uppalin og bernskuminningar mínar eru helst bundnar við.1 Á andvökunóttum síðari ára hefur sú mynd oft staðið mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Hvernig skipað var í rúm hinni stóru fjölskyldu. Hvernig hin daglega önn fór fram í þvílíkum þrengslum, laus við öll þau þægindi sem síðar komu. Þar var þröngur stakkur skorinn til allra hluta. Þarna fór fram öll mat- reiðsla, þvottar, dagleg önn og sú fræðsla sem við systkinin nutum af hendi föður okkar og móður. Það er svo ótrúlegt hvernig hægt var að koma þessu öllu við við þær aðstæður að varla nokkur nú- tímamaður getur gert sér grein fyrir því. En fjölskylda foreldra minna var ekki ein í þessari gömlu bað- stofu, þó hálfþil skildi að íbúðir okkar og sambýlisfólksins. Þar bjuggu í öðrum enda baðstofunnar hjónin Ólafur Ólafsson og hálfsystir móður minnar, Soffía Hansdóttir, og þeirra fjölskylda. Þótt lífið og störfin væru fremur einföld er það ekki eins auð- velt að skýra þetta og gefa af því sanna og trúverðuga mynd. Það hefur því alltaf vafist fyrir mér hvernig ætti að standa að þessu svo nokkur mynd væri á því. Þegar ég nú á elliárum læt verða af því að gera þessa tilraun geri ég mér grein fyrir því hve vanbúinn ég er til þess. Um það þýðir ekki að hafa fleiri orð. 1 Texti Guðmundar er látinn halda sér en stafsetning að mestu færð í nútímahorf. Orðum í hornklofum var bætt inn til að gera textann læsilegri. Ljóst er að Guð- mundur ætlaði sér að skrifa meira um bæinn en ekki hefur orðið af því. Hann var kominn á tíræðisaldur (f. 1905) er hann skrifar þessa lýsingu. – Haukur Jóhannes- son. Guðmundur P. Valgeirsson í Bæ í Víkursveit Gamli bærinn í Norðurfirði1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.