Strandapósturinn - 01.06.2016, Blaðsíða 78

Strandapósturinn - 01.06.2016, Blaðsíða 78
76 Baðstofan í Norðurfirði hefur verið 18 álna löng = 6 stafgólf. Mun hún hafa verið lengsta baðstofan í sveitinni, nema ef Finnboga- staðabaðstofan kann að hafa verið lengri. Hún var 6 álna breið. Var það algeng breidd á bæjum þess tíma. Ástæðan til þess að hún var svo löng held ég að geti verið sú, að um það leyti sem hún var byggð þá var faðir minn að setjast að búi í Norðurfirði með móður minni, Sesselju Gísladóttur. Til að byrja með í húsmennsku. En Gísli afi minn og Vilborg amma mín voru enn við búskap. Þeirra hlutur í baðstofunni var þrjú og hálft stafgólf eða 11½ alin. Þó ég viti ekki hvað margt var í heimili afa míns á þessum tíma þá tel ég að stærð hans hluta af baðstofunni hafi verið í stærra lagi. En hins vegar gert ráð fyrir fjölgun hjá ungu hjónun- um. Í hinum hluta baðstofunnar bjuggu þau Ólafur Ólafsson og Soffía móðursystir mín með sína fjölskyldu. Þeirra hlutur í bað- stofunni [var] 2½ stafgólf eða 73 og ½ alin. Var þeirra hlutur þilj- aður af með þverbita í meters hæð. Á því milliþili var op í milli baðstofuhlutanna. Gegnum það op var hægt að klofa og það gerðum við börnin óspart. En lítið var það notað af fullorðnum til annars en [að] skiptast á orðum milli baðstofuhólfanna. Það gerðu þær systurnar oft og unglingarnir notfærðu sér þetta til að ræða saman. Uppgöngustigar í bæjarloftin lágu sínhvoru megin við skilrúmið. Held ég að þeir hafi verið rúmlega alin á breidd. Nokkuð voru þeir brattir. Náði op þeirra svo sem 1 fet inn fyrir rúmbreiddina sem lá að þeim í enda Ólafs og hans fjölskyldu. Yfir stigunum voru hlerar á hjörum (leðurhjörum) sem opnað- ir voru með öxlinni þegar upp var gengið, en lokuðust svo á eftir þeim sem upp var kominn. Var gólfið þá sem heilt. Var varast að láta hlerana standa opna. Í því var fólgin hætta fyrir börn sem voru þar að leik og aðra ef ógætilega var farið. Þá nýttist gólf- flöturinn til fulls þegar enginn var að koma upp eða fara ofan. Í baðstofuhluta foreldra minna voru 3 rúmstæði að ofanverðu en ekki nema tvö að neðanverðu. Eða 5 rúmstæði alls. Við endann á rúmstæðunum tveimur að neðanverðu var svo eldunarpláss heimilisins. Þar var eldstóin við milliþilið með örlitlu bili frá þilinu. Var hún einöngruð frá því með járnplötu negldri á 3 Óljóst í handriti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.