Strandapósturinn - 01.06.2016, Page 87

Strandapósturinn - 01.06.2016, Page 87
85 Nokkru utar stendur lítill klettur fram úr bökkunum og heitir hann Biskup (75). Efst á honum er áberandi strýtumynduð hundaþúfa. Litlu utar taka við Torfvíkur (76). Upp af þeim var áður rist torf og þótti gott til húsagerðar. Víkurnar eru tvær, Innri- Torfvík (77) og Ytri-Torfvík (78), og á milli þeirra er breitt nafn- laust nes. Ofan við Innri-Torfvík er klettahöfði sem nefnist Torf- víkurhöfði (79). Utan við Torfvíkurnar tekur við breitt nes. Þar heita Miðhús (80). Þar mun hafa verið búið fyrir nokkrum öldum. Í Jarðabók- inni 1706 er tekið svo til orða að þar hafi „til forna verið býli“ og „munnmæli eru um að það býli skuli eyðilagst hafa af snjóflóði“. Í ferðabók Ólafs Olaviusar eru nefnd Miðhús í Ingólfsfirði og þar er sagt að þau hafi farið í eyði 1750–59. Þar segir einnig að Miðhús hafi eyðst af skriðum og snjóflóðum og að þar væri byggilegt ef bærinn yrði fluttur. Ólafur Olavius ferðaðist um Árneshrepp árið 1775. Svo er að sjá sem byggt hafi verið upp á Miðhúsum á fyrri hluta átjándu aldar en um stuttan tíma. Síðan hefur ekki verið búið þar. Á þessum stað er einna mesta snjóflóðahætta í landi Munaðarness og hafa komið þar flóð sem engin mannvirki geta staðist. Miðhúsatangi (81) er neðan við Miðhús. Á Miðhúsum voru miklar tóftir sem jafnaðar voru út þegar tún var gert þarna fyrir nokkrum árum. Enn þá sést þó til tófta utan við tún- girðinguna og eru þær líklega af nausti. Á Miðhúsum var grund með sjónum sem náði út að Stekknum og nefnist hún Miðhúsa- grund (82). Grundin hefur nú verið brotin og er þar tún. Fyrir utan og ofan Miðhús eru klettar sem heita Miðhúsaklif (83). Það gengur skáhallt upp frá ströndinni. Í gegnum Miðhúsaklif er grasi gróin laut og neðan við hana er nokkuð hár klettastandur. Það var kallað „að fara í gegnum Klifið“ (84) eða „að fara í gegnum Miðhúsaklifið“ þegar farið var um lautina. Huldufólk átti að eiga bústað í Miðhúsaklifinu. Þar sem Miðhúsaklifinu sleppir að innanverðu tekur við grasi gróinn bakki sem nær inn á móts við Torfvíkurhöfða. Hann heitir Torf- víkurbakkar (85). Utan við Miðhús er Stekkur (86) og eru þar stekkjarhleðslur á grasgrund niðri við sjóinn. Stekkjarbakkar (87) eru ofan og innan við Stekkinn en þar fyrir utan taka við Standa- víkurbakkar (88) út að Standavíkurhöfða. Undan Miðhúsum eru Miðhúsasker (89). Skammt þar utar með ströndinni er Stekkj-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.