Strandapósturinn - 01.06.2016, Page 90

Strandapósturinn - 01.06.2016, Page 90
88 tjörn (152). Sú minni er ýmist nefnd Djúpatjörn (153) eða Litla- tjörn (154). Langoftast er einungis rætt um Hnúatjörn og þá átt við þá stærri. Á Munaðarneshlíð eru engjar miklar. Þær voru, og eru enn, aðalslægjulönd Munaðarness. Hlíðinni var skipt í parta sem voru markaðir með smásteinum eða hælum sem nú munu vera horfn- ir með öllu. Engjarnar náðu neðan frá sjó og upp undir Götur. Það var kallað „að slá upp undir Götur“. Partarnir eru 60 faðmar hver um sig nema annað sé tekið fram. Hefst nú talningin og er talið frá Höfðum. Fyrst koma Höfðapartar (155) sem voru tveir og eru í hlíðinni innan við Fagrahvamm. Utan við Fagrahvamm tekur svo Hlöðupartur (156) við, sem einnig var nefndur Sátu- partur (157), og er hann mjórri að neðan en ofan og markast af girðingu sem er utan við lækinn. Vetrarsteinn er efst í Hlöðuparti og skammt ofan og innan við hann var skothús á litlu barði sem Vilbert Stefánsson reisti. Hann gengur enn undir nafninu Skot- hús (158) og er það nafn notað sem örnefni. Þá taka við Finnungs- partar (159) tveir en þeir munu hafa náð út fyrir Forvaða. Þá taka við Kofapartar (160) tveir og ná þeir nokkuð út fyrir Forvaðann. Parturinn mun draga nafn af kofa sem þar hefur verið í eina tíð og sjást tóftarbrotin enn. Í Kofaparti eru smábörð sem nefnast einu nafni Börð (161). Sagt var „að slá Börðin“. Stærsta barðið heitir Stórabarð (162). Börðin ná frá Biskupsparti langleiðina inn að Hlöðum. Þá Fjörutíufaðmapartur (163) og Böltarpartur (164), sem áður hét Miðjapartur (165), Grjótpartur (166), Biskupspart- ar (167) tveir, Miðhlíðarpartur (168) og erum við þá komin út undir Torfvíkur. Upp af Torfvíkunum eru Torfvíkurpartar (169) og eru þeir tveir. Þá tekur við Mjóipartur (170) en hann er innan við 40 faðma breiður. Síðast kemur Þrepapartur (171) neðan við Þrepin. Samnefndir partar voru oftast kenndir við þá sem áttu þá, t.d. Kofaparturinn hans Jóns, en einnig nefndir Innri- og Heimri-, t.d. Innri-Höfðapartur (172), Heimri-Höfðapartur (173), Innri- Kofapartur (174) og Heimri-Kofapartur (175). Flestir partarnir sem eru utan til á hlíðinni hafa nú verið brotn- ir og ræktuð þar tún. Túnið sem er ofan og utan við Biskup nefn- ist nú Biskupsslétta (176) og annað sem er ofan við Bekkina og neðan Þrepin og nefnist Þrepagirðing (177).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.