Strandapósturinn - 01.06.2016, Síða 91

Strandapósturinn - 01.06.2016, Síða 91
89 Munaðarnes Hár bakki er bæjarmegin við Sandvíkina og heitir flatinn upp af honum Bænhúsvöllur (178). Það er bakkinn undir hlíðarfætin- um þar sem vegurinn beygir niður að bænum. Má vera að þar hafi staðið bænhús til forna þótt þess sé ekki getið í heimildum. Bæn- húsvöllurinn er grýttur. Eggertsklettur (179) er heiman til og neð- an við Bænhúsvöllinn og undir honum er Nátthagi (180). Álfar eru sagðir eiga heima í Eggertskletti. Eggertsklettur er stærsti kletturinn sem gengur fram úr hjallanum. Í kringum Nátthagann var hlaðinn grjótgarður sem enn sér til og í honum miðjum var garðtóft sem nú er alveg horfin. Kvíaærnar voru áður reknar í Nátthagann og mjólkaðar í kví þar sem garðtóftin var. Fært var frá á Munaðarnesi fram um 1930. Í krikanum sunnan undir bænum er Bólið (181) og skilur garðlag það frá Nátthaganum. Ofan við Bólið er Bólbarð (182) sem er klettahjalli ekki ýkja hár og er Egg- ertsklettur í sama hjalla en innar. Bletturinn milli bæjar og Bæn- húsvallar var og er kallaður Garður (183) en hann er utan túns. Síðustu árin sem fært var frá á Munaðarnesi var mjólkað upp á Bólbarðinu og var þar þá nefnt Kvíaból (184) og mun vera á svip- uðum slóðum og nú heitir Garður. Íbúðarhús Guðmundar G. Jónssonar stendur á Bæjarhólnum (185) sem í daglegu tali er ávallt nefndur Hóllinn (186). Niður með Bæjarhólnum að vestanverðu fellur Bæjarlækurinn (187). Ofan við bæinn stóð áður fyrr brunnhús yfir Bæjarlæknum sem nú er fallið og sjást aðeins veggjarbrotin eftir. Þar heitir enn í dag Brunnhús (188) og sagt er „að fara upp fyrir Brunnhús“. Bæjar- lækurinn kemur upp neðst í hlíðarfætinum. Framan við bæinn er Hlaðið (189). Heimreiðin frá hlíðarfætinum að bænum heitir Tröð (190). Þar sem þjóðvegurinn sveigir nú niður að bænum hefur verið gert breitt útskot sem nefnist Planið (191) og er það nafn nýlegt. Skammt norður af Planinu er grunnur bílskúrs sem tók af í snjóflóði. Nokkru norðar og neðst á Skrautuhrygg var rétt sem fé var rekið í og sést vel til hennar enn. Hún var nefnd Réttin (192) og er það nú notað yfir þann stað. Sagt er „að fara upp fyrir Réttina“. Í túninu á Munaðarnesi eru eftirtalin stykki. Í slakkanum norð- an við íbúðarhúsin heitir Fellsmannaflöt (193). Á henni stendur nú íbúðarhús Jóns Elíasar Jónssonar yngra og markast flötin af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.