Bændablaðið - 22.07.2021, Síða 10

Bændablaðið - 22.07.2021, Síða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 202110 Laugardaginn 26. júní, á 53 ára afmælisdegi Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, var opnað nýtt og glæsilegt bílasafn á Breiðdalsvík. Safnið heitir „Frystihúsið bílasafn“ eða „Factory Car Museum“ á ensku. Safnið eru í eigu þeirra Ólafs Hvanndals, Ingólfs Finnssonar, Guðbjartar Guðmundssonar og Ingólfs Finnbogasonar. Þar eru rúmlega 20 bílar af ýmsum tegundum, m.a. Porsche, Mercedes Benz, Lotus, BMW, Morgan og Jaguar. Þá er á safninu eintak af íslenska sportbílnum „Adrenalín“, sem var framleiddur í aðeins tveimur eintökum skömmu fyrir síðustu aldamót. „Bílarnir eru flestir í einkaeigu og þá ýmist í eigu okkar eigenda safnsins eða annarra sem hafa verið svo velviljaðir að lána safninu bíla. Safnið mun verða lifandi á þann hátt að safngripum verður reglulega skipt út svo alltaf verði eitthvað nýtt að sjá fyrir gesti,“ segir Ólafur. En hvaða bíll fær mesta athygli á safninu? „Það er Mercedes Benz 290B árgerð 1937 en sá bíll var embættisbíll Werner Gerlach, ræðismanns Þýskalands á Íslandi á stríðstímanum og líklega einn sögufrægasti bíll Íslandssögunnar,“ segir Ólafur. Safnið, sem er í gamla frystihúsinu á Breiðdalsvík verður opið í allt sumar alla daga frá kl. 10.00–18.00 og kostar þúsund krónur inn á safnið en frítt er fyrir börn 12 ára og yngri. /MHH FRÉTTIR Mikið af glæsilegum bílum eru á safninu þar sem bílaáhugamenn, karlar og konur geta gleymt sér við að skoða bílana. Breiðdalsvík: Frystihúsið – nýtt og glæsilegt bílasafn Guðbjartur Guðmundsson (lengst til vinstri), Ólafur Hvanndal Ólafsson, Ingólfur Finnbogason og Ingólfur Finnsson að opna safnið laugardaginn 26. júní 2021. Þeir hvetja alla til þess að leggja leið sína til Breiðdalsvíkur til þess að skoða bílasafnið og njóta alls þess sem bærinn hefur upp á að bjóða. Tveir af bílunum á safninu, Mercedes Benz 290B árgerð 1937 (til vinstri) og Mercedes Benz 170V árgerð 1936. Íslenski sportbíllinn „Adrenalín“, sem var hannaður og smíðaður af Gunnari E. Bjarnasyni og Theódóri H. Sighvatssyni, er á safninu og vekur þar mikla athygli. Myndir/Aðsendar „Það má alveg segja að við sem störfum innan ferðaþjónustunnar erum aðeins farin að brosa aftur. Það fór allt vel í gang um leið og hömlum var aflétt af landamær- unum og straumur ferðafólks farið vaxandi síðan þá,“ segir Sölvi Arnarson, formaður Félags ferðaþjónustubænda. „Hjólin fóru strax að snúast hratt.“ Hann segir að staðan nú sé víð- ast hvar með ágætum, margt fólk á ferli og nýting alls staðar góð. Bandaríkjamenn séu þeir útlendingar sem eru áberandi flestir um þessar mundir en aðrar þjóðir vissulega líka á ferðinni. „Það er gaman að sjá að bílaleigubílarnir eru aftur komnir á þjóðvegina, þetta er að verða líflegt og skemmtilegt,“ segir Sölvi. Töluvert átak að opna aftur Hann segir að margir hafi átt í erfið- leikum með að opna sína starfsemi á ný eftir langa lokun, frá 14 og upp í 18 mánuði þar sem mest var. „Það er ekki svo erfitt að skella í lás, en það er töluvert átak að opna aftur. Það er að mörgu að huga og margt sem þarf að gera. Eitt af því sem reyndist mörgum ferðaþjónustubændum erfitt núna var að fá nægan mannskap í vinnu. Það var alls ekki auðvelt alls staðar, einhverjir gripu til þess ráðs að hafa skemmri afgreiðslutíma til að mæta því,“ segir hann. Annað sem við ferðaþjón- ustubændum blasti þegar landa- mærin voru opnuð var óvissan um á hverju menn gætu átt von. „Það vissi auðvitað enginn hver fjöldinn yrði, það voru ákveðnar væntingar í gangi en enginn vissi nákvæmlega hvernig þetta yrði. Staðreyndin er að hraðinn varð meiri en menn áttu von á fyrst,“ segir Sölvi. Innviðir til staðar Nú í júlí eru margir Íslendingar á ferðinni og veðurblíða á austanverðu landinu hefur dregið marga þangað. Tjaldvæði eru víða svo gott sem yf- irfull og gistimöguleikar aðrir eru vel nýttir. Sölvi segir að innviðir séu í lagi og oft áður hafi verið fleira fólk á ferðinni en nú. „Þannig að þetta mun allt bjargast, það voru allir tilbúnir að taka á móti ferðafólki og ég finn að það er allt að smella og gengur vel smurt,“ segir hann. Ekkert villtavestursástand Sölvi segir að fólk innan ferðaþjón- ustunnar fái auka hjartaslag þegar Þórólfur boði blaðamannafund og svo hafi verið á dögunum. „Þetta er samt ósköp einfalt, þetta er ekki búið og við verðum að teysta því fólki sem er í forystunni og það hefur sýnt að það veit hvað það er að gera. Það hefur gengið betur hjá okkur en flestum Evrópuríkjum,“ segir hann og bætir við að menn hafi skilning á því að grípa þurfi til ráðstafana nú. „Ég tek eftir því að menn eru að virða sóttvarnir, það er alls staðar spritt í boði og það er til að ferða- hópar óski eftir að þjónustufólk beri grímur þegar það er að störfum. Það er ekki eins og þetta sé eitthvað villtavestursástand, menn eru að vanda sig,“ segir Sölvi. /MÞÞ Góður gangur hjá ferðaþjónustubændum: Hjólin snúast hratt KONUR 40 ÁRA OG ELDRI VIKAN YKKAR Á SPÁNI: 19. 0KT ALBÍR / 27. OKT TENERIFE Vinsælar kvennaferðir til Spánar og Tenerife í boði í haust. Vandað uppbyggjandi lífsgæðanámskeið hagnýtt og skemmtilegt. Frábærar skoðunarferðir og hæfilegar gönguferðir. Beint flug og gott hótel með morgun og kvöldverði, notaleg samvera og tækifæri til nýrrar vináttu. Uppbyggingarferðir sem hafa fengið frábærar umsagnir. Kjörið fyrir stakar konur hvaðan af landinu sem er enda vönduð dagskrá, örugg fararstjórn og hlý stemming, en líka gaman fyrir vinkonur og hópa. Sól, sæla og útivera á Spáni í góðum félagsskap, gerist ekki betra! Allar upplýsingar: http://www.skotganga.co.uk/sjalfsraektarferdir Inga Geirs fararstjóri Skotgöngu – inga@skotganga.co.uk Kristín Linda sálfræðingur Huglind – kristinlinda@huglind.is Sölvi Arnarson, formaður Félags ferðaþjónustubænda. Bænda 12. ágúst

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.