Bændablaðið - 22.07.2021, Síða 36

Bændablaðið - 22.07.2021, Síða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 202136 Pylsa í brauði er óopinber þjóðarréttur Íslendinga og allir hafa skoðun á hvert meðlætið í brauðinu á að vera. Pylsur eru vinsæll réttur víða um heim og sinn er siðurinn á hverjum stað um hvernig og með hverju þær eru bornar fram. Í grófum dráttum má segja að pylsur séu eins og bjúgu og gerðar úr hökkuðu kjöti sem blandað er bragðefnum. Kjöt sem notað er í pylsur er yfirleitt hakkað smærra en kjöt sem haft er í bjúgu. Það sem aftur á móti skilur helst á milli bjúgna og pylsa er að pylsur eru bornar fram, soðnar eða grillaðar, í eða með brauði. Fyrirmyndin af pylsum eins og við þekkjum þær í dag eru þýsk bjúgu sem kallast vínarbjúga eða vínarpylsa. Upphaflega voru vínarbjúgun búin til úr reyktu svína- og nautakjöti og innmat sauðfjár sem hakkað var saman og troðið var í húsdýragarnir. Meðlæti með pylsum í dag er fjölbreytilegt og afar mismunandi eftir menningarsvæðum. Hér á landi er sinnep, tómatsósa, hrár og steiktur laukur og remúlaði algengast en erlendis og eflaust hér á landi líka er notað majónes, súrar gúrkur, ostasósa, chilí, beikon og ólífur. Upptalningin er engan veginn tæmandi og hverjum og einum frjálst að setja á sína pylsu það sem hann vill. Ég hef meira að segja heyrt um fólk sem borðar pylsur með rauðkáli, kartöflu- eða rækjusalati. Saga pylsunnar Bjúgnagerð er gömul aðferð til að geyma kjöt sem þekktist bæði meðal Grikkja og Rómverja. Talið er að fyrstu bjúgun hafi verið búin til á tíma Hammúrabís sem var konungur Babýlóníumanna um 1750 fyrir okkar tímatal. Samkvæmt uppskrift sem er að finna á leirtöflum frá þeim tíma er mælt með að troða elduðu eða reyktu kjöti inn í geitarvambir til geymslu Flestir sem láta sig slíkt varða eru sammála um að uppruna pylsunnar eins og við þekkjum hana í dag sé að finna í Þýskalandi og að rétturinn sé eitt merkasta framlag Þjóðverja til matargerðar í heiminum. Heimildir eru til um Frankfurter Würstchen pylsur í Frankfurt frá því á 13. öld og sá siður að bjóða upp á pylsur á mannamótum er þekktur frá því að Maximilian annar var krýndur keisari 1564. Sagan segir að þýski slátrari Johann Georg Lahner, sem var uppi um aldamótin 1800, hafi fyrstur manna haft með sér Frankfurter Würstchen pylsur til Vínarborgar og byrjað að búa þær til þar. Til að byrja með kallaði hann pylsurnar Frankfurter en með tímanum breyttist nafnið í Wiener Würstchen eða vínapylsa en Würstchen þýðir lítið bjúga eða pylsa. Íbúar í Frankfurt í Þýskalandi héldu upp á 500 ára afmæli pylsunnar árið 1987. Pylsufundurinn Pylsur bárust til Bandaríkja Norður- Ameríku með þýskum innflytjendum sem settust að í Miðvesturríkjunum. Í einni sögunni um komu pylsunnar til Bandaríkjanna segir að húsmóðirin í Feuchtwanger-fjölskyldunni í St. Louis í Missouri hafi farið fyrst alla að selja pylsur í brauði í álfunni árið 1880. Brauðið var upphaflega hugsað sem eins konar einangrun utan um sjóðandi heita pylsuna og að þannig væri hægt að borða hana með höndunum án þess að brenna sig. Árið 1939 sátu þáverandi forseti Bandaríkjanna, Franklin D. Roosevelt, og George VI Bretakonungur fund í Hudson-dal í New York-ríki til að ræða uppgang nasista í Þýskalandi. Meðan á fundinum stóð bauð forsetinn kónginum og fylgdarliði upp á pylsur og bjór. Vegna þessa er fundurinn oft kallaður pylsufundurinn. Nafnapælingar Íslenska heitið pylsa eða pulsa er líklegast hingað komið frá Danmörku, eins og svo margt annað gott, og þýðing á pølse. Enska heitið hot dog á nokkuð merkilega sögu sem tengist pylsugerð og þeirri hugmynd að slátrarar notuðu meðal annars hundakjöt til framleiðslunnar. Það þótti ekki tiltökumál meðal íbúa í sumum héruðum Þýskalands að leggja sér hunda til munns á 19. öld og þekkt að slátrarar drýgðu kjöt í bjúgum með hundakjöti. Eftir að pylsugerð barst til Bandaríkjanna með þýskum innflytjendum kom upp sú hugmynd að þeir blönduðu kjötið með hundakjöti og götuheitið hot dog festist við pylsur. Sinn er siður Framreiðsla á pylsum er mismunandi eftir löndum og jafnvel borgum. Danir borða sínar pylsur með svipuðu meðlæti og Íslendinga, tómat, sinnepi, steiktum og hráum lauk og remúlaði. Danskar pylsur eru yfirleitt rauðar að lit og oft bornar fram á bréfi og með litlu brauði. Önnur vinsæl útgáfa af pylsum í Danmörku er það sem Danir kalla franskar pylsur og Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is SAGA MATAR&DRYKKJA Ein með öllu Pylsuaðdáendur í New York árið 1940. Ein með sinnepi. Pylsur bornar fram með rifnum osti. Ein með chili, osti og frönskum.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.