Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júlí 2021 37 er þá pylsunni stungið inn í óskorið pylsubrauð, oft með majónes- svipaðri sósu með Dijon-sinnepi. Norðmenn vilja sínar pylsur soðnar eða steiktar og í pylsubrauði og eru sinnep og tómatsósa vinsælasta meðlætið, auk þess sem kartöflu- eða rækjusalat er haft sem meðlæti. Svíar hafa svipaðan smekk og Norðmenn og Danir þegar kemur að pylsuáti að því viðbættu að vefja pylsum í eins konar pönnukökur fyrir neyslu. Pylsur hjá götusölum á Bretlandseyjum svipar hins vegar mjög til pylsna í Bandaríkjunum. Í Tékklandi kallast pylsur í brauði párek v rohlíku og svipar þeim í útliti til þess sem Danir kalla franskar pylsur þar sem pylsunum er stungið ofan í óskorið brauðið með tómatsósu. Allt til 1980 var erfitt að fá kjöt til pylsugerðar í Póllandi. Fram að því voru „pylsur“ gerðar úr sveppum vinsælar í landinu. Í Norður-Ameríku eru pylsur vinsæll götumatur, ekki síst chili- pylsur, og til í fjölmörgum útgáfum. Í Alaska er boðið upp á hreindýrapylsur og í Kanada það sem kallast Whistler- pylsa en pylsan sú er skorin í tvennt og borin fram með osti, beikoni og kryddmauki. Kanadabúar eru einnig hrifnir af soðnum pylsum með hrásalati, papriku, chili-dufti, lauk, sinnepi, tómatsósu og mæjó. Í New York er algengast að fá pylsu í brauði með súrkáli, sterku sinnepi og hráum lauk. Þar er einnig hægt að fá það sem kallast ítölsk pylsa og er kryddpylsa sem borin er fram með brúnu sinnepi og steiktum eða frönskum kartöflum. Í Chicago- borg eru pylsur bornar fram með rúnstykki með birki og sinnepi, ferskum tómötum, lauk, súrum gúrkum, chili og sellerísalti. Frá Texas-ríki kemur útgáfa af pylsum sem kallast Texas Tommy þar sem pylsan í brauði er borin fram vafin í beikoni og með bræddum osti. Þegar sunnar dregur í álfunni aukast vinsældir steiktra eða grillaðra pylsa og viðbætis meðlæti eins og baunum, eldpipar og salsasósu. Í Brasilíu eru pylsur bornar fram í kaldri brauðbollu sem skorin er í tvennt og meðlæti eins og ediktómatsósu, maískorni, baunum, sinnepi, mæjó, skóþvengs-frönskum kartöflum og ofan á allt þetta er sett kartöflumús og stundum bráðinn ostur. Þegar íbúar í Síle panta eina með öllu fá þeir stóra pylsu í brauði með avókadómauki, smátt skornum tómötum, majónesi, súrkáli, salsasósu, eldpipar og osti. Í Kólumbíu eru pylsur bornar fram með tómat, sinnepi, salsasósu, mæjó og ananassósu og ofan á er settur ostur og muldar kartöfluflögur og stundum soðin egg. Japanir eiga það til að skera sínar pylsur þannig að þær líkist kolkrabba og bera þær fram með wasabi, terijaki-sósu og soðnu grænmeti. Á Filippseyjum eru maukaðar og grillaðar pylsur borðaðar í morgunmat ásamt hrísgrjónum. Pylsumet Lengsta pylsa sem vitað er um var búin til í Japan og var 60 metrar að lengd og í brauði sem var 60,3 metrar að lengd. Samkvæmt Heimsmetabók Guinness kostaði dýrasta pylsan sem borin hefur verið fram rétt tæpa 146 bandaríkjadali, eða rúmar 18 þúsund krónur íslenskar. Pylsan var búin til úr hreinu nautakjöti og 46 sentímetrar að lengd, hún var borin fram í nýbakaðri focaccia-vefju með truflu-smjöri, grófu frönsku sinnepi, hvítlauks- og jurtakrydduðu majónesi, hráum skarmottulauk, ferskum baunum, marineruðu hlynsýrópi, ólífu-, peru-, trönuberja- og kókoshnetu-ediki, sérreyktu beikoni og elgsosti og að lokum voru herlegheitin krydduð með grófmuldum pipar. Heimsmetið í pylsuáti er 75 pylsur í brauði á tíu mínútum fyrir karlmann en 48 og hálf fyrir konu. Pylsur á Íslandi Árið 1885 auglýsir B. H. Bjarnason kaupmaður að hann selji ýmiss konar vörur á niðursettu verði í nóvember og desember en eingöngu á móti peningum út í hönd.Meðal þess sem í boði er er kaffi og perlugrjón, matskeiðar, grænsápa, Luxemburgar- pylsur og spegipylsur af bestu tegund. Í Búnaðarritinu 1904 er fjallað um innflutning á pylsum með eftirfarandi orðum: „Nú er eigi svo litið, er flyzt af pylsum og niðursoðnu kjöti til landsins. Væri eigi nauðsynlegt að leggja svo háan innflutningstoll á þessa vöru, að hann sé nær því sama sem innflutningsbann? [. . .] En inn í landið flytjast pylsur, sem stundum eru úr kjöti af gömlum húðarklárum, sem sökum stærðar þeirra o. fl. er mikið verra en kjöt af íslenzkum húðarhestum og jafnvel getur kjötið í pylsunum verið enn verri tegundar. Pylsur þessar kosta oft um 50 aura pundið, og stundum um eina krónu. Brýn þörf er á, að löggjöfin komi í veg fyrir aðra eins þjóðarfásinnu og þetta er. Í öllum stærri kauptúnum, einkum þar sem skipaferðir eru tíðastar, verður að reisa sláturhús, reykingar- og pylsugerðarhús með nauðsynlegum áhöldum og verður þeim að vera stjórnað af manni, er hefur fullkomna þekkingu í þessu efni. [. . .] Enginn efi er á því, að úr vönduðu og góðu kjöti getum vér búið til ódýrari pylsur en allar nágrannaþjóðir vorar.“ SS pylsur Á heimasíðu Sláturfélags Suðurlands segir að félagið hafi verið stofna árið 1907 en árið 1908 erfði Sláturfélagið pylsugerðartæki frá D. Thomsen og Jóni Þórðarsyni og má því segja að fyrirtækið hafi framleitt pylsur allt frá upphafi. Tæki voru endurnýjuð á árabilinu 1942–1943 þegar keyptar voru nýjar hræri- og hakkavélar og ýmis önnur tæki frá fyrirtækinu Globe í Chicago. Uppskriftin að vínarpylsum er nautakjöt, kindakjöt og svínakjöt og þarf það síðastnefnda að vera með til að mýkja bragðið því kindakjöt og nautakjöt er frekar hart. Vinsældir SS vínarpylsnanna aukast mikið á árunum fyrir seinni heimsstyrj- öldina. Vinsældanna má meðal annars rekja til þess að settur var upp pylsuvagn í Kolasundi árið 1937. Fyrstu árin voru pylsurnar rauðar að danskri fyrirmynd en vin- sældir þeirra rénaði fljótlega vegna þess að rauði liturinn vildi leka í föt og erfitt var að ná honum úr. Hætt var að framleiða rauðar pylsur upp úr 1980. Árið 1958 átti Sláturfélagið aðeins einn skáp til að reykja í pylsur en eftir að keyptir voru tveir skápar til viðbótar sexfaldaðist framleiðslu- geta. Við framleiðslu á pylsum voru þær fyrst þurrkaðar, síðan reyktar og soðnar. Eftir suðu voru pylsurnar settar í vatnskælingu og þurfti það að gerast hratt svo raki færi ekki út og þær spryngju. Nokkru seinna var keyptur skápur sem var sérstaklega hannaður til kælingar. Um 1960 keypti Sláturfélagið vélasamstæðu sem pakkaði pyls- um í lofttæmdar plastumbúðir. Plastpökkun kjötafurða var bylting því hún jók geymsluþolið og dró úr framleiðslukostnaði. Auk SS eru nokkrir framleið- endur á pylsum hér á landi. Má þar nefna Goða, Kjarnafæði og Pylsumeistarann. Þekktasti pylsustaður landsins er án vafa Bæjarins beztu í Tryggvagötu í Reykjavík. Frægð staðarins nær reyndar út fyrir landstein- ana og frægt er þegar Bill Clinton Bandaríkjaforseti fékk sér þar pylsu með sinnepi og árið 2006 valdi The Guardian Bæjarins beztu besta pylsu- stað í Evrópu. Á Íslandi er algengast að boðið sé upp á pylsur, soðnar eða steiktar, í brauði með tómatsósu, sinnepi, steiktum eða hráum lauk og remúlaði. Sjálfum finnst mér best að fá mér pullu með öllu nema remúlaði. Pylsur í boði í New York. Wienermobile. Pylsur eru góðar á grillið. Japanskar pylsur. Íslensk pulla með öllu nema rem­ úlaði, al a sjoppustæl. Pylsufundurinn 1939. Klassísk dansk frönsk pylsa. Rússneskar pylsur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.