Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Blaðsíða 19

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Blaðsíða 19
Margir munu telja, að lausn verði að fást á atvinnumálum heilbrigðra, áður en hægt er að reikna með fullum atvinnu- möguleikum öryrkja í þjóðfélaginu. Ef við hugsum okkur hóp tíu manna, sem allir eru atvinnulausir, og þar af eru níu heilir á sál og líkama, en einn ekki, þá ræður algilt lögmál því, að sá óheili fær ekki at- vinnu, fyrr en hinir níu eru komnir í störf. Það er aðeins eitt, sem getur breytt þessu lögmáli: að hinn eini hafi þekkingu eða reynslu til brunns að bera, sem gerir hann hæfari til starfa en hina. Að öðru jöfnu er því vinnuaðstaða og vinnumöguleikar fatl- aðra og lamaðra, svo og annarra öryrkja, margfalt lakari á atvinnuleysistímum, og hlutur hinna fötluðu og lömuðu mun verri en hinna. Hér er ekki um að ræða vandamál, sem aðeins þekkist á Islandi. Allar þjóðir heims hafa sín á meðal hóp af fólki, sem ekki hefur til að bera eðlilega eða fulla líkams- orku af margvíslegum sökum, svo sem vegna meðfæddra ágalla, vegna afleiðinga sjúkdóma eða slysa og annars. Hlutfalls- lega er stærð hópsins svipuð í flestum löndum, en ákvarðast þó að mörgu leyti af þjóðfélagsaðstæðum og þjóðfélagshátt- um. Hópurinn er t. d. stærri hjá styrjaldar- þjóðum og yfirleitt meiri að vöxtum hjá þeim þjóðum, sem vel eru iðnvæddar, þar sem hraði er mikill í umferð, og í þeim löndum, þar sem heilbrigðisþjónusta er góð. Það er auðskilið, hví örkuml eru tíðar hjá stríðsþjóðum. Einnig er augljóst, að slysahætta er meiri í landi, þar sem um- ferðarhraði er mikill og þar sem stóriðja er uppi á teningnum og fleiri slys gerast, einkum meiriháttar slys. Hins vegar þarfn- ast það nokkurrar útskýringar, þegar nefnt er, að ýmisleg líkamleg örorka er tíðari í þeim löndum, þar sem heilbrigðis- þjónusta er fullkomin. Útskýringin er sú, að dauðsföll af völdum sjúkdóma eða slysa eru fátíðari í slíkum löndum, fleiri lifa af sjúkdóm eða slys, sem ber að höndum, en bera síðan óhjákvæmilega varanlegar menjar þess í einu formi eða öðru. Fram- farir í lækningastarfsemi og almennri heil- brigðisþjónustu eru stórkostlegar, en samt ekki svo stórkostlegar, að meiri háttar sjúkdómar eða slys gangi yfir sporlaust. Vel fallið til samanburðar á þessu sviði eru hinar tvær heimsstyrjaldir, sem verið hafa á þessari öld. Fjöldi þeirra, sem báru örkuml eftir fyrri heimsstyrjöidina, var mikill og voru þau slæm. Eftir hina síðari heimsstyrjöld er fjöldinn þó ennþá meiri hlutfallslega, en þó eru ástæður fyrir ör- kuml töluvert frábrugðnar því, sem gerð- ist við fyrri heimsstyrjöldina. Margvís- legir áverkar, sem þá ollu varanlegri ör- kuml, fengust nú læknaðir í hinni síðari heimsstyrjöld, en aðrir áverkar, sem áður leiddu skilyrðislaust til dauða, gerðu það ekki, en urðu orsök fyrir varanlegri ör- kuml. Hið sama er að gerast í hinu dag- lega lífi borgara hvarvetna í heiminum í dag. Sjúkdómar og slys, sem áður leiddu til dauða, eru nú viðráðanleg á þann hátt, að það tekst að halda sjúklingi lifandi, en á hinn bóginn ekki að fyrirbyggja að öllu leyti afleiðingar, er viðkomandi verður að bera til æviloka. Undirstrika verður þó, að spor eða menjar af þessu tagi fara minnk- andi með hverjum áratug, þar eð sú tækni, sem læknisfræðin hefur upp á að bjóða til björgunar mannslífum, vinnur jafn- framt að því að gera áhrif og eftirstöðvar sjúkdóma og slysa minni. Hvert þjóðfélag verður að gera það upp við sig, hver afstaða þess er eða á að vera gagnvart þeim, sem örorku hafa hlotið. I orði gildir sama reglan hjá öllum þjóð- félögum, sem kenna sig við menningu, sem sé sú, að veita þeim hverja þá aðstoð, styrki og fyrirgreiðslu, sem hugsanlegt er að veita. En á borði vill á tíðum verða mis- brestur á framkvæmd þeirrar reglu. SJÁLFSBJÖRCr 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.