Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Blaðsíða 26

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Blaðsíða 26
þess, að um sjúkrastofnun sé að ræða. Hin óhjákvæmilega sjúkrameðferð og endur- hæfing fer fram í Johannastichtung. Lækn- ir kemur í sjúkravitjanir, þegar þörf kref- ur, og hverfishjúkrunarkona er við hend- ina allan sólarhringinn. Deild fyrir nokkra rúmliggjandi, lamaða sjúklinga er í þorp- inu, en sé um alvarleg veikindatilfelli að ræða er hinn sjúki fluttur á sjúkrahús eins og aðrir íbúar Arnhems. Svo sem sagt hefur verið er Het Dorp tilraun til að skapa fötluðum þau um- hverfis-, starfs- og búsetuskilyrði, sem þeim eru nauðsynleg til að fá notið þess lífs, er ýmiss konar tálmanir almennra þjóðfélagshátta hindra þá í að lifa (stigar, þröskuldar, þungar hurðir, gangstéttar- brúnir o. m. fl.) Tilgangurinn er hins veg- ar alls ekki sá að einangra þennan hóp, þvert á móti er reynt að koma því þannig fyrir, að hann hafi sem mest eðlileg sam- skipti við þá, sem heilbrigðir eru, á jafn- réttisgrundvelli. Hugmyndin var til dæmis sú, að veitingastaðurinn, samkomusalur, kirkja, bókasafn, verzlun og vörumarkað- ur yrðu nokkurs konar sameiginleg mið- stöð alls héraðsins Arnhems, þar sem fólk hittist og kynnist eins og gengur og gerist. I reynd hefur þetta orðið svo. I ráði er, að Het Dorp öðlist nokkurs konar sjálfsstjórn í samræmi við hollenzk lög. Einu sinni í mánuði hverjum sitja sex þorpsbúar ráðstefnu með bæjarstjórninni, þar sem rædd eru skipulags- og hagsmuna- mál. Skilyrði til búsetu í Het Dorp eru líkam- leg fötlun, sem þó má ekki vera á það háu stigi, að einstaklingurinn sé gjörsamlega ósjálfbjarga. Aldurslágmark er 18 ár. Þar sem þorpið fullnægir hvergi nærri húsnæðisþörf og umsóknum hinna fötluðu um búsetu þar, er í ráði að reisa tvö eða fleiri slík þorp í Hollandi á næstu árum. Greiður að- gangur iVrirfatlaða I fyrrasumar efndu Norðurlöndin til samkeppni um táknrænt merki, sem ætl- unin er að koma fyrir í byggingum, sem aðgengilegar eru fyrir þá, er nota hjóla- stól, og fatlað fólk yfirleitt. Er þetta einn þáttur í þeirri vaknandi viðleitni að skipuleggja byggingar með til- liti til fatlaðra. I septembermánuði síðastliðnum var svo dæmt um hugmyndir þær, er bárust, á al- þjóðlegri endurhæfingarráðstefnu, sem haldin var í Dublin. Fyrstu verðlaun hlaut dönsk stúlka, Susanne Kofoed að nafni, og stundar hún nám í byggingarlist. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir, tákn- ar merkið mann í hjólastól og þarfnast ekki nánari skýringa. Það er auðvelt í framleiðslu, hvort heldur er úr málmi, gleri eða öðru efni. Merki þetta gegnir í rauninni tvíþættu hlutverki. 1 fyrsta lagi gefur það viðkom- andi strax til kynna, hvort hægt er að komast fyrirhafnarlaust um húsið, jafnt á salerni sem annars staðar. I öðru lagi er það hvatning til allra, sem starfa að byggingamálum, að standa ekki öðrum að baki í þessu efni. 26 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.