Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Blaðsíða 32

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Blaðsíða 32
Guðríöur hellir upp á könnuna. FELAGS- MÁLA- RABB Það þykir hollt að staldra ögn við og| líta til baka — virða fyrir sér þá áfanga, sem náðst hafa og gefa gaum að því, sem óunnið er. Liðið starfsár hefur sannar- lega verið árangursríkt í baráttunni að bættum kjörum fatlaðra. Þar ber hæst setning endurhæfingarlaganna, sem við minnumst sérstaklega í þessu blaði. Ég vil hvetja ykkur til að lesa lögin og kynna ykkur þau rækilega. Og þið munuð fljót- lega komast að raun um, að þau ciga eftir að valda byltingu í málefnum fatlaðra. í framhaldi af endurhæfingalögunum er mér ánægja að geta þess, að Sjálfsbjörg á Akureyri vinnur nú að stofnun endur- hæfingastöðvar og er sá undirbúningur vel á veg kominn. Kiwanisklúbburinn Kald- bakur mun styrkja félagið til tækjakaupa og sjúkraþjálfari hefur verið ráðinn. Er þetta fyrsta félagið innan landssambands- ins, sem kemur slíkri stöð á stofn, en vafa- laust munu hin fljótlega fylgja í kjölfarið, því að þörfin er brýn. Þá höfum við þá ánægju að bjóða tvö ný félög velkomin í landssambandið. — Á liðnu vori voru stofnuð Sjálfsbjargarfé- lög á Akranesi og í Stykkishólmi. Stofn- un þessara félaga er okkur öllum einkar kærkomin og við væntum mikils af þeim í baráttunni fyrir bættum kjörum fatlaðra. Eru Sjálfsbjargarfélögin þá orðin tólf og tala virkra félaga 1050. Starfsemi félaganna hefur víðast verið með miklum ágætum á liðnu ári. Sífellt er bryddað á nýjungum í félagsstarfinu. I skýrslum stjórnanna á síðasta þingi vakti eftirfarandi athygli okkar: Frá Isafirði fór vélskipið Þórveig, skip- stjóri Baldur Sigurbaldursson, á rækju- veiðar einn dag til f járöflunar fyrir Sjálfs- björg þar. Setti hann aflamet, veiddi 6 tonn og 165 kg. Rann andvirðið óskert til félagsins. Mun Baldur skipstjóri hafa heit- ið því að tileinka félaginu einn veiðidag á vetri. 32 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.