Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Blaðsíða 32
Guðríöur hellir upp á könnuna.
FELAGS-
MÁLA-
RABB
Það þykir hollt að staldra ögn við og|
líta til baka — virða fyrir sér þá áfanga,
sem náðst hafa og gefa gaum að því, sem
óunnið er. Liðið starfsár hefur sannar-
lega verið árangursríkt í baráttunni að
bættum kjörum fatlaðra. Þar ber hæst
setning endurhæfingarlaganna, sem við
minnumst sérstaklega í þessu blaði. Ég
vil hvetja ykkur til að lesa lögin og kynna
ykkur þau rækilega. Og þið munuð fljót-
lega komast að raun um, að þau ciga eftir
að valda byltingu í málefnum fatlaðra.
í framhaldi af endurhæfingalögunum er
mér ánægja að geta þess, að Sjálfsbjörg
á Akureyri vinnur nú að stofnun endur-
hæfingastöðvar og er sá undirbúningur
vel á veg kominn. Kiwanisklúbburinn Kald-
bakur mun styrkja félagið til tækjakaupa
og sjúkraþjálfari hefur verið ráðinn. Er
þetta fyrsta félagið innan landssambands-
ins, sem kemur slíkri stöð á stofn, en vafa-
laust munu hin fljótlega fylgja í kjölfarið,
því að þörfin er brýn.
Þá höfum við þá ánægju að bjóða tvö
ný félög velkomin í landssambandið. — Á
liðnu vori voru stofnuð Sjálfsbjargarfé-
lög á Akranesi og í Stykkishólmi. Stofn-
un þessara félaga er okkur öllum einkar
kærkomin og við væntum mikils af þeim
í baráttunni fyrir bættum kjörum fatlaðra.
Eru Sjálfsbjargarfélögin þá orðin tólf og
tala virkra félaga 1050.
Starfsemi félaganna hefur víðast verið
með miklum ágætum á liðnu ári. Sífellt
er bryddað á nýjungum í félagsstarfinu.
I skýrslum stjórnanna á síðasta þingi
vakti eftirfarandi athygli okkar:
Frá Isafirði fór vélskipið Þórveig, skip-
stjóri Baldur Sigurbaldursson, á rækju-
veiðar einn dag til f járöflunar fyrir Sjálfs-
björg þar. Setti hann aflamet, veiddi 6
tonn og 165 kg. Rann andvirðið óskert til
félagsins. Mun Baldur skipstjóri hafa heit-
ið því að tileinka félaginu einn veiðidag
á vetri.
32 SJÁLFSBJÖRG