Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Blaðsíða 7

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Blaðsíða 7
um sig, heimilt að veita styrki samkvæmt til- lögum endurhæfingarráðs. H- gr. Heimilt er að veita fé úr erfðafjársjóði til þess að koma á fót dvalarheimilum fyrir ör- yrkja, svo sem hér segir: a. Lán, sem nemur allt að fjórðungi bygging- arkostnaðar, sem vera skal með sömu af- borgana- og vaxtakjörum og lán þau, sem um ræðir í 7. gr. b. b. Styrk, sem má nema allt að f jórðungi bygg- ingarkostnaðar. 12. gr. Rétt til þess að vera aðnjótandi endurhæf- ingar samkvæmt lögum þessum eiga þeir, sem lögheimili eiga á íslandi og annaðhvort: a. geta ekki séð sér farborða vegna varan- legrar skertrar starfshæfni, eða b. er nauðsyn þjálfunar eða endurhæfingar til þess að koma í veg fyrir, að þeir missi hæfi- leika sína til þess að sjá sér farborða vegna fyrirsjáanlega minnkandi starfsgetu af völdum orkutaps. 13. gr. Hver sá, sem óskar þjálfunar vegna skertrar starfshæfni, skal, ef þess gerist þörf, ganga undir hæfni- og starfspróf, þar sem rannsökuð verður andleg og líkamleg hæfni hans. Við próf þetta skal afla upplýsinga um fortíð hans, heilsufar, menntun, uppeldi, hugðarefni, fé- lagslegar aðstæður, efnahag og atvinnu og annað, er máli skiptir fyrir þjálfun og starfs- val. Endurhæfingarráð skal sjá um, að rann- sóknir þær og próf, sem um ræðir í 1. mgr., fari fram. í því skyni getur ráðið samið við þar til hæfa stofnun um að annast þetta verk- efni. Að lokinni rannsókn og prófi samkvæmt grein þessari skal í samráði við hlutaðeigandi mann gera áætlun um, hvernig þjálfun hans skuli haga. 14. gr. Samkvæmt tillögu endurhæfingarráðs skulu þeir, sem njóta endurhæfingar samkvæmt lög- um þessum, eiga kost á aðstoð svo sem hér segir: a. Styrk, ef fjárhagsástæður þeirra eru með þeim hætti, að þeir geti ekki aflað sér þess, sem þeir og skyldulið þeirra mega ekki án vera til lífsframfærslu, á meðan endurhæf- ing fer fram. b. Styrk eða láni til verkfæra- og tækjakaupa og annarri fyrirgreiðslu í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi að endurhæfingu lokinni. Útgjöld samkvæmt a-lið þessarar greinar skulu greidd af hlutaðeigandi sveitarfélögum. Lífeyrisdeild Tryggingastofnunar ríkisins veit- ir aðstoð samkvæmt b-lið greinarinnar. 15. gr. Nú fellur niður endurhæfingarstarfsemi, sem notið hefur styrks samkvæmt 7. og 9. gr., og er þá endurkræfur styrkur sá að fullu, sem veittur hefur verið, ásamt venjulegum útláns- vöxtum frá þeim tíma, að starfsemin féll nið- ur. Sama gildir um styrk til dvalarheimilis öryrkja, sbr. 11. gr., ef starfsemi þess fellur niður. 16. gr. Þeir, sem notið hafa endurhæfingar sam- kvæmt lögum þessum, skulu fá aðstoð til að finna starf við sitt hæfi. Endurhæfingarráð skal í samvinnu við vinnumiðlunina í landinu láta gera könnun á atvinnulífinu með tilliti til hentugra starfa fyrir fólk með skerta vinnu- getu, gera spjaldskrá yfir fyrirtæki, er slík- um störfum ráða, og vinna að því, að þeir fái aðgang að þessum störfum. Þeir, sem notið hafa endurhæfingar, skulu að öðru jöfnu, eiga forgangsrétt til atvinnu hjá ríki og bæjarfélögum. 17. gr. Um styrk til einstaklinga vegna læknisfræði- legrar endurhæfingar, vegna gervilima- og tækjakaupa fer eftir ákvæðum laga um al- mannatryggingar. 18. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1970. Samþykkt á Alþingi lJf. apríl 1970. SJÁLFSBJÖRG 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.