Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Blaðsíða 12

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Blaðsíða 12
VÍSNA- Ð Við höfum stundum birt hér í tímarit- inu vísukorn, sem fokið hafa, er Sjálfs- bjargarfólk hefur komið saman. Hér koma nokkrar, sem við kræktum í á síðasta þingi. Þessa vísu fengu þingfulltrúar í nesti, ,,með beztu kveðjum til Sjálfsbjargar frá ónefndri, sem ekki er félagi, en hefur oft verið með“: Stefnið hátt og styrkið mátt, starf má aldrei dvína. Sólin brátt úr suðurátt, sendir geisla sína. Á þinginu kom fram tillaga frá nefnda- nefnd, um að fækka í ritnefnd Sjálfsbjarg- arblaðsins, úr fimm í þrjá. Skyldu Ólöf, Pálína og Ingibjörg vera í ritnefnd, en Gunnar Jóhannsson og Konráð hverfa af ritvellinum. Urðu um þetta nokkrar um- ræður og þá varð þessi vísa til: Svani þrjá hún setti á, sollin lýð að metta — og á sauði fráa sverði brá og saltaði þá niðr’í trog. Og Gunnar Jóhannsson sagði: Eftir því sem ritnefnd hefur rætt, er ráðlegast að staulast öruggt þrepin, aðeins þegar folaldið er fætt, er folinn geltur — eða jafnvel drepinn. Þegar hiti hljóp í umræðurnar, orti Jón G. Pálsson: Það gengur á mörgu hér í Höfn og hnútum menn jafnvel fleygja. En þar sem ég engin vil nefna nöfn, er næst bezta leiðin að þegja. Mikið var ort til Siglfirðinga, sem sáu um framkvæmd þinghaldsins að þessu sinni með miklum myndarbrag. Frá Sauðárkróki, Hólmfríði Jónasdóttur, barst þessi ljóðakveðja: Þið hafið ótrauð haslað ykkur völl í hópi þeirra, er lífið kosti settur, og barist trútt við forynjur og f jöll til frelsis þeim, er lítils megnað getur. Og áfram verður enn á brattann sótt, svo aldrei tapist það, sem unnið höfum. Vorsins degi vígið hverja nótt, því vinnið heit á bræðra og systra gröfum. Pétur Þorsteinsson orti til Siglfirðinga: Ykkur, kæru vinir, við þökkum þenna fund í þeirri trú, að hann sé nokkurs virði. Vorsins þýði andi og ykkar létta lund og lífsins gæfa fylgi Siglufirði. Frá Jóni G. Pálssyni til Siglfirðinga: Mikill ertu Sigló sjóður, söngur þinn mun alltaf hljóma. Móttökur og matur góður, muna skal og ætíð róma. Þegar leið að lokum þings, komu þessar vísur í dagsljósið. Frá Jóni G. Pálssyni: Megi blessun þetta þing, þroska og málin greiða. Öllu góðu koma í kring og kjark til sigurs leiða. Og frá Hólmfríði Jónasdóttur: Nú er mái að halda heim frá hljómi söngs og Braga, vini kveðja og þakka þeim, þessa sólskinsdaga. 12 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.