Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Blaðsíða 10

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Blaðsíða 10
4. Öll hjálpartæki, sem fatlaðir þurfa að nota í bifreiðum sínum, verði greidd eins og önnur nauðsynleg hjálpartæki þeirra, þar með talin sjálfskipting, vökvastýri og aflhemlar. 5. Tryggingastofnun ríkisins veiti vaxta- laus lán til bifreiðakaupa og verði lán- in veitt til allt að 5 ára. 6. Vegna þeirrar nauðsynjar fatlaðs fólks að eiga bifreið, beinir þingið þeirri áskorun til skattayfirvalda, að rekstr- arkostnaður bifreiða þeirra verði frá- dráttarhæfur við álagningu tekjuút- svars og tekjuskatts. Ennfremur verði afskriftir leyfðar til gjalda. 7. Rekstrarstyrkur vegna bifreiða verði veittur þeim öryrkjum, sem litlar eða engar tekjur hafa. Atvinnumál. 1. Þingið samþykkir áskorun til tolla- yfirvalda um, að allur tollur á hráefni til vinnustofa fatlaðra verði felldur niður. 2. Unnið verði að því, að Erfðafjársjóður viðurkenni allan þann stofnkostnað, sem stofnun vinnustofu öryrkja hefur í för með sér. Samanber 9. gr. laga um endurhæfingu. 3. Félagsdeildirnar stuðli að bættum at- vinnumöguleikum öryrkja á hverjum stað og feli stjórn landssambandsins að kanna möguleika á, að senda full- trúa á aðalfundi atvinnurekenda, til þess að kynna atvinnumál öryrkja og jafnframt að benda á æskilegar úr- bætur. Félagsmál. 1. Lögð verði áherzla á stofnun nýrra fé- lagsdeilda og áheyrnarfulltrúum verði boðið á þing samtakanna eins og þurfa þykir hverju sinni. 2. Landssambandið haldi áfram að styrkja fólk til náms í sjúkraþjálfun og öðru því námi, er snertir endur- hæfingu, enda njóti það starfskrafta þess að námi loknu, eftir samkomulagi, ella verði styrkurinn endurgreiddur. 3. Unnið verði að því, að öryrkjar njóti sérstakra lánakjara til húsbygginga. Ennfremur verði veittir styrkir til sér- innréttinga húsnæðis fyrir fatlað fólk. 4. Lögð verði áherzla á að hafa samvinnu við arkitekta og aðra þá, er við skipu- lags- og byggingamál fást, um, að tek- ið verði tillit til sérstöðu fatlaðra. 5. Þingið skorar á Landssíma Islands að gefa tekjulausu fötluðu fólki eftir af- notagjöld af síma. 6. Þingið skorar á Ríkisútvarpið — út- varp og sjónvarp — að gefa tekju- lausu fötluðu fólki eftir afnotagjöld. 7. Félögin komi á stofn félagsmála- nefndum, sem stuðli að fjölbreyttara og öflugra félagsstarfi. 8. Æskilegt er, að landssambandið og fé- lagsdeildirnar kynni stjórnmálaflokk- unum og frambjóðendum þeirra í næstu Alþingiskosningum málefni fatl- aðra og starfsemi samtakanna, og að félagsdeildirnir leitist við að hafa sem mest og bezt samstarf við bæjarstjórn- irnar á hverjum stað. 9. Þar sem nú fer fram algjör endurskoð- un á fræðslulögum vill þingið beina þeirri áskorun til menntamálaráðherra, að hann hlutist til um, að hægt verði að mennta sjúkraþjálfara hér á landi. 10. Bæjar- og sveitarfélög komi til móts við fatlað fólk, sem ekki getur hag- nýtt sér almenningsfarartæki, með því að semja við leigubílstjóra um flutn- ing. Bæjar- og sveitarfélög greiði þann tilkostnað. Tryggingamál. 1. Örorkulífeyrir verði stórhækkaður frá því sem nú er og upp í það, að hægt sé að lifa af honum mannsæmandi lífi. 10 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.