Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Blaðsíða 24

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Blaðsíða 24
HET DORP Þorpiðþar sem fatlaðir komast ferða sinna Þorp það, sem hér verður sagt frá, er fyrsta og eina tilraunaþorp af þessari gerð um heimsbyggð alla. Það er því ekki grundvallað á fenginni reynslu, hvorki varðandi skipulag né framkvæmdir. Þeir, sem þorpið byggðu, voru algerir braut- ryðjendur, sem höfðu það markmið eitt í huga, að tilvonandi íbúum gæfist kostur á að njóta þeirra fullkomnustu þæginda og mestu hugsanlegu hreyfimöguleika, sem unnt væri að veita alla vega fötluðu fólki. Þorpið er byggt í útjaðri Arnhems, 130 þúsund manna smábæjar í Hollandi, og lágu til þess, að því var valinn þar stað- ur, einkum tvær ástæður. Þarna var nægi- legt landrými til að unnt væri að nýta alla möguleika til fulls, og aðeins skógi vaxið svæði skilur bæinn frá Johanna- stichtung, sem er alkunn endurhæfingar- stöð. Að baki öllu því, sem gert hefur verið í Het Dorp, býr óskin að leysa hin ýmsu vandamál verulega fatlaðs fólks, sem þrátt fyrir alla þá læknisfræðilegu hjálp og end- urhæfingu, sem unnt er að veita því nú á dögum, býr að jafnaði við meiri og minni einangrun sökum alls konar hindrana, er á vegi þess verða í venjulegu umhverfi. Slíkar tálmanir útiloka þennan hóp með ýmsum hætti frá því að nýta starfsgetu sína á almennum vettvangi, njóta eðlilegs félagslífs, menntunar, lista og annarra menningarverðmæta. Það er því ekki að ófyrirsynju, að einn af frumkvöðlum fram- kvæmdanna í Het Dorp, dr. Klapwijk, hef- ur sagt: ,,Megni þjóðfélagið ekki að búa hinum fötluðu viðunandi lífsskilyrði, þá verðum við að skapa þeim þeirra eigið þjóðfélag.“ Stofnkostnaður þorpsbyggingarinnar fékkst með afrakstri sérstaks sjónvarps- þáttar, en rekstrarkostnaður er ríkis- styrktur. Ibúafjöldi er 405 fatlaðir og 45 heilbrigðir aðstoðarmenn. Auk þess er að- staða fyrir 90-100 hjúkrunarnema, sem búa út af fyrir sig. Annars er tilhögunin svo sem hér verður lýst: Fólk býr í aðskildum sambýlishúsum. Fjögur húsanna eru ætl- uð 30 íbúum, fjögur 60 íbúum, f jögur 90 íbúum og eitt er ætlað 120 íbúum. Það þarf vart að taka fram, að allar hurðir opnast og lokast sjálfkrafa. Flestir eru búsettir við aðalgötuna, Kluchtweg, sem eiginlega liggur bæði utan húss og innan. Hver ein- staklingur hefur sitt rúmgóða einkaher- bergi — gjarnan 16 ferm. — með sér for- stofu, salerni, heitu og köldu vatni, steypi- baði og innstungum fyrir útvarp og sjón- 24 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.