Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Blaðsíða 43

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Blaðsíða 43
hefur að nokkru safnað, að nokkru afrit- að og að nokkru samið. Um handbragð hans er þessi vitnisburður Jónasar Rafnars í formála að Grímu 1931: „Sögur hans eru allar merkar í sinni röð, vandaðar að efni og frágangi, enda var höfundurinn alþekktur gáfu- og menntamaður“. Séra Stefán Kristinsson prófastur á Völlum, sem var nágranni Þorsteins síð- ustu æviár hans, hafði um hann þau um- mæli, að „hann væri eigi aðeins undra- verður fræðasjór og stórlesinn vitsmuna- maður, heldur og háþroskaður andans maður og hið mesta karlmenni.“ Þorsteinn Þ. Þorsteinsson rithöfundur minnist þessa nafna síns með eftirfarandi orðum m. a.: „Þorsteinn var andríkur mað- ur og skapmikill, heitur trúmaður, göfug- ur í hugsun, orðum og verkum og stórlát- ur í lítillæti sínu“. Þorsteinn Þorkelsson var gott skáld og ort talsvert alla ævi, þótt fátt af því sé prentað. Flest voru 1 jóð hans andlegs eðlis og gefa innsýn í sálarlíf hans og hversu honum á stundum hefur legið við að láta bugast af líkamlegum þjáningum og and- streymi, en þá leitaði hann huggunar í trúarsamfélaginu við Frelsara sinn og bið- ur þann um líkn, sem eins og hann sjálfur orðar það eitt sinn „Sem allt getur helgað og blessað og bætt, og blómgað og frelsað og lífgað og grætt.“ Og þegar andstreymið ætlaði að buga hann, fær hann huggun við sama brunn- inn eins og Hallgrímur Pétursson, sem sagði eins og velþekkt er: „Við þennan brunninn þyrstur dvel ég, þar mun ég nýja krafta fá, í þessi inn mig fylgsnin fel ég, fargar engin neyð mér þá. Sælan mig fyrir trúna tel ég, hún tekur svo Drottins benjum á.“ Þorsteinn Þorkelsson hefur auðgað þjóð- ina að mörgum sálmum, sem eru sannar perlur að dýpt og fegurð, þar á meðal sálm- inn alkunna: „Ég fell í auðmýkt flatur niður“. 1 einu eintali sálarinnar eins og John Bunyan orðar þar í „För Pílagrímsins", kemst Þorsteinn svo að orði: „Þú einn veizt hvað þjáðu hjarta, þrengir böls á huldri leið, ég vil biðja, en ekki kvarta, undan minni þungu neyð. Lát þitt friðar ljósið bjarta lýsa mér um reynslu skeið“. „Já, „hann vildi biðja en ekki kvarta“, hann hafði sjálfur reynt þann mikla sann- leika, sem lýst er í sálminum alkunna: „Ó, þá náð að eiga Jesúm, einkavin í hverri þraut“. En Þorsteinn Þorkelsson var enginn inn- hverfur draumóramaður, þótt hann án efa oftlega hefði ástæðu til þess að taka undir með skáldinu: „Fótur minn er fastur, þótt fljúga vilji önd“. Hann lét það ekki hindra sig í að vera sívakandi, fullur af eldheit- um áhuga og brennandi framfaraþrá. Þetta kemur vel í Ijós í erindi, sem er hluti af kvæði, er hann orti í tilefni af brúar- vígslu: „Hátt á fjöllum frelsisroðinn, fagurt ljómar víða til að sjá, það er ávallt betri tíma boðinn, blíðusælli daga, fögur spá. Sýnist mér, sem frelsistímar fornir, er frægðarljóma dreifðu vítt um heim, aftur nú á ný sé endurbornir, nái snerta jökla, fold og geim.“ Þetta eru þá glefsur úr sögu Þorsteins Þorkelssonar, mannsins, sem þrátt fyrir stórkostlega fötlun reis upp úr ösku and- streymisins og sem á margan hátt má verða öðrum hvati þess að láta ekki bug- ast, heldur „sem laxinn“leita móti straumi sterklega og stikla fossa“. SJÁLFSBJÖUG 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.