Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Blaðsíða 29

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Blaðsíða 29
Tveir félagar úr Reykjavík, Gestur Sturluson og Snœborg Þorsteinsdóttir. stjóra Bolvíkinganna. Það er sá, sem ég spurði eitt sinn um, hvort hann hefði aldrei sagt satt orð á ævi sinni. ,,Jú“, svaraði hann um hæl, „einu sinni, en þá varð mér mismæli“. Segir nú ekki af ferðum okkar meir, fyrr en við renndum í hlað á Húnaveri kl. 9.30 um kvöldið, en þá vildi hvorki betur né verr til en svo, að við höfðum týnt öðrum ísafjarðarbílnum. Upphófust nú miklar umræður um það, hvað af honum hefði orð- ið, en þar sem aðeins tvennt var í bílnum, — verra hefði verið að týna heilum hóp, — létum við okkur það í léttu rúmi liggja og komumst að þeirri skynsamlegu niður- stöðu, að sennilega hefðu þau villzt í þok- unni, viljandi eða óviljandi, og líklega fundið sér einhverja hlöðu til að gista í. Hvort sem þú trúir því eða ekki, Pálína mín, þá er téður bíll ekki enn kominn í leitirnar nú hálfum mánuði síðar! Fjórir Siglfirðingar voru mættir, þegar við komum til Húnavers og urðu allir undr- andi, því að við höfðum satt að segja bú- izt við, að nú myndu Norðlendingar þó flykkjast á sumarmót Sjálfsbjargar, þeg- ar það var haldið við bæjardyrnar hjá þeim, en sú varð ekki raunin á, því miður. — Eggert, formaður Siglfirðinganna, var að vísu ákaflega dularfullur á svip, og skaut því að mér, að von væri á viðbót frá þeim daginn eftir, og varð okkur þá hughægra, því að óneitanlega eru Siglfirðingar afar skemmtilegir félagar, að öðrum ólöstuðum. Það sanna hin vinsælu Sigluf jarðarþing. Nokkru síðar renndu þrír (!) Akureyr- ingar í hlað. Þá var fljótlega raðað sér í kringum Heiðrúnu og gítarinn hennar og byrjað á fjöldasöng, en eins og þú kannast við, er „Sjálfsbjargarkórinn“ orðinn sæmi- lega þjálfaður undir stjórn hennar. Áður vorum við búin að þvo af okkur ferðarykið og fá okkur kaffi á kostnað þeirra Sigl- firðinganna, sem voru búnir að bíða okk- ar minnst þrjá klukkutíma. Nú sungum við af hjartans lyst, og von bráðar birtust „höfðingjarnir" úr Reykja- vík í stórri áætlunarbifreið. Urðu nú fagn- aðarfundir, því að margir félagsmenn eru farnir að þekkjast vel af þingum og mót- um. Engin áætlun hafði verið gerð fyrir fyrra kvöldið, enda menn almennt þreyttir eftir langan akstur, og þótti því sumum kominn tími til að fara að koma sér í hátt- inn, og tóku þeir því að troða sér niður í svefnpokana sína. Sofið var í einum sal, því að illmögulegt reyndist að tjalda fyrir illviðri, þeim sem það höfðu hugsað sér. Ekki varð ég vör við, að samkomulag væri ekki sæmilegt þarna, þó að allir yrði að „sofa saman“, en þeir sem beztan svefn- frið vildu hafa, bjuggu sér náttból uppi á leiksviði. Einstöku nátthrafnar voru á SJ ÁLFSBJÖRG 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.