Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Blaðsíða 6

Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Blaðsíða 6
f. að vera stjórnarvöldum til aðstoðar og ráð- gjafar um endurhæfingarmálefni, athuga og gera tillögur um, hvemig almenn endur- hæfing og sú endurhæfing fólks með skerta starfsorku, sem lög þessi taka sérstaklega til, verði sem bezt samræmd í framkvæmd. 4. gr. Áætlun sú, sem um ræðir í 3. gr. a. skal gerð fyrir árin 1972—1982. Skal með áætlun þess- ari stefnt að sem beztri starfrækslu endurhæf- ingarstöðva og vinnustöðva í landinu. í sam- bandi við áætlunargerðina skal endurhæfingar- ráð hlutast til um, að verksvið hinna ýmsu stofnana verði samræmt og skipulagt, svo að rekstur þeirra verði eins hagkvæmur og kost- ur er. Leita skal staðfestingar ráðherra á áætlun þessari. Endurhæfingarráð skal vinna að því, að hinni staðfestu áætlun verði fylgt. í því skyni skal ráðið beita sér fyrir því, að einstök ör- yrkjafélög komi á fót vinnustöðvum fyrir ör- yrkja á þeim stöðum og með því verksviði, sem brýnust þörf er fyrir. 5. gr. Ráðherra getur, að fengnum tillögum endur- hæfingarráðs, veitt öryrkjafélögum, sveitarfé- lögum og öðrum aðilum leyfi til þess að koma á fót endurhæfingarstöð og vinnustöð fyrir ör- yrkja. Allar slíkar stofnanir skulu vera svo úr garði gerðar, að þær geti veitt þá þjónustu, sem eftir eðli þeirra og stærð er ætlazt til að þær veiti, þar á meðal fræðslustarfsemi, sem nauðsynleg er að dómi endurhæfingarráðs. Slík fræðsla skal vera kostuð af ríkissjóði, enda sé tilhögun hennar samþykkt af menntamála- ráðuneytinu. Allar endurhæfingarstöðvar og vinnustöðv- ar fyrir öryrkja eru háðar eftirliti endurhæf- ingarráðs. Skylt er að veita trúnaðarmönnum ráðsins aðgang að stöðvunum, tækjum og öðr- um búnaði og láta í té upplýsingar um allt, sem varðar rekstur og afkomu þeirra. Ber ráð- inu að leiðbeina stofnunum þessum um sér- hvað það, sem betur má fara. Samkvæmt tillögum endurhæfingarráðs get- ur ráðherra svipt stofnanir þessar leyfi til starfa, ef þær bæta ekki eftir kröfu ráðsins úr ágöllum innan hæfilegs tíma. 6. gr. Þeir, sem hyggjast koma á fót stöðvum sam- kvæmt 5. gr. laga þessara, skulu gera endur- hæfingarráði glögga grein fyrir öllu því, er lýtur að stofnun og rekstri stöðvanna. Að fengnu samþykki ráðsins og leyfi ráð- herra, sbr. 5. gr., skal stöðin njóta aðstoðar samkvæmt ákvæðum 7.—8. gr. laga þessara. 7. gr. Til þess að koma á fót sjálfstæðum endur- hæfingarstöðvum skal veita fé úr erfðafjár- sjóði, eftir því sem það er fyrir hendi, svo sem hér greinir: a. Styrk, sem nemur allt að þriðjungi stofn- kostnaðar. b. Lán, sem nemi allt að þriðjungi stofnkostn- aðar. Lánið skal vera til 15 ára með 5% ársvöxtum, tryggt með 2. veðrétti í endur- hæfingarstöðinni, næst á eftir 1. veðréttar- láni, er má nema allt að 20% af stofn- kostnaði. 8. gr. Endurhæfingarstöðvar, sem komið er á fót samkvæmt 7. gr. þessara laga, skulu greiða þann kostnað, sem leiðir af nauðsynlegri læknisfræðilegri endurhæfingu, að svo miklu leyti sem hann er ekki greiddur af Trygg- ingastofnun ríkisins eða öðrum opinberum aðilum. 9. gr. Til þess að koma á fót vinnustöðvum fyrir öryrkja er heimilt að veita styrki og lán sem hér segir: a. Styrk úr erfðafjársjóði, sem nemur allt að 40% af stofnkostnaði. b. Lán úr atvinnuleysistryggingasjóði til 20 ára með 5% ársvöxtum, sem nemur allt að 40% stofnkostnaðar. 10. gr. Verði halli á rekstri endurhæfingarstöðvar eða öryrkjavinnustofu, getur endurhæfingar- ráð lagt til, að hann verði að einum þriðja hluta greiddur úr atvinnuleysistryggingasjóði, að einum þriðja hluta af lífeyrisdeild Trygg- j ingastofnunar ríkisins og að einum þriðja hluta af rekstraraðila, og er þá stjórn atvinnu- leysistryggingasjóðs og tryggingaráði, hvoru 6 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.