Sjálfsbjörg - 01.07.1970, Side 6
f. að vera stjórnarvöldum til aðstoðar og ráð-
gjafar um endurhæfingarmálefni, athuga
og gera tillögur um, hvemig almenn endur-
hæfing og sú endurhæfing fólks með skerta
starfsorku, sem lög þessi taka sérstaklega
til, verði sem bezt samræmd í framkvæmd.
4. gr.
Áætlun sú, sem um ræðir í 3. gr. a. skal gerð
fyrir árin 1972—1982. Skal með áætlun þess-
ari stefnt að sem beztri starfrækslu endurhæf-
ingarstöðva og vinnustöðva í landinu. í sam-
bandi við áætlunargerðina skal endurhæfingar-
ráð hlutast til um, að verksvið hinna ýmsu
stofnana verði samræmt og skipulagt, svo að
rekstur þeirra verði eins hagkvæmur og kost-
ur er.
Leita skal staðfestingar ráðherra á áætlun
þessari.
Endurhæfingarráð skal vinna að því, að
hinni staðfestu áætlun verði fylgt. í því skyni
skal ráðið beita sér fyrir því, að einstök ör-
yrkjafélög komi á fót vinnustöðvum fyrir ör-
yrkja á þeim stöðum og með því verksviði,
sem brýnust þörf er fyrir.
5. gr.
Ráðherra getur, að fengnum tillögum endur-
hæfingarráðs, veitt öryrkjafélögum, sveitarfé-
lögum og öðrum aðilum leyfi til þess að koma
á fót endurhæfingarstöð og vinnustöð fyrir ör-
yrkja.
Allar slíkar stofnanir skulu vera svo úr
garði gerðar, að þær geti veitt þá þjónustu,
sem eftir eðli þeirra og stærð er ætlazt til að
þær veiti, þar á meðal fræðslustarfsemi, sem
nauðsynleg er að dómi endurhæfingarráðs. Slík
fræðsla skal vera kostuð af ríkissjóði, enda
sé tilhögun hennar samþykkt af menntamála-
ráðuneytinu.
Allar endurhæfingarstöðvar og vinnustöðv-
ar fyrir öryrkja eru háðar eftirliti endurhæf-
ingarráðs. Skylt er að veita trúnaðarmönnum
ráðsins aðgang að stöðvunum, tækjum og öðr-
um búnaði og láta í té upplýsingar um allt,
sem varðar rekstur og afkomu þeirra. Ber ráð-
inu að leiðbeina stofnunum þessum um sér-
hvað það, sem betur má fara.
Samkvæmt tillögum endurhæfingarráðs get-
ur ráðherra svipt stofnanir þessar leyfi til
starfa, ef þær bæta ekki eftir kröfu ráðsins
úr ágöllum innan hæfilegs tíma.
6. gr.
Þeir, sem hyggjast koma á fót stöðvum sam-
kvæmt 5. gr. laga þessara, skulu gera endur-
hæfingarráði glögga grein fyrir öllu því, er
lýtur að stofnun og rekstri stöðvanna.
Að fengnu samþykki ráðsins og leyfi ráð-
herra, sbr. 5. gr., skal stöðin njóta aðstoðar
samkvæmt ákvæðum 7.—8. gr. laga þessara.
7. gr.
Til þess að koma á fót sjálfstæðum endur-
hæfingarstöðvum skal veita fé úr erfðafjár-
sjóði, eftir því sem það er fyrir hendi, svo sem
hér greinir:
a. Styrk, sem nemur allt að þriðjungi stofn-
kostnaðar.
b. Lán, sem nemi allt að þriðjungi stofnkostn-
aðar. Lánið skal vera til 15 ára með 5%
ársvöxtum, tryggt með 2. veðrétti í endur-
hæfingarstöðinni, næst á eftir 1. veðréttar-
láni, er má nema allt að 20% af stofn-
kostnaði.
8. gr.
Endurhæfingarstöðvar, sem komið er á fót
samkvæmt 7. gr. þessara laga, skulu greiða
þann kostnað, sem leiðir af nauðsynlegri
læknisfræðilegri endurhæfingu, að svo miklu
leyti sem hann er ekki greiddur af Trygg-
ingastofnun ríkisins eða öðrum opinberum
aðilum.
9. gr.
Til þess að koma á fót vinnustöðvum fyrir
öryrkja er heimilt að veita styrki og lán sem
hér segir:
a. Styrk úr erfðafjársjóði, sem nemur allt að
40% af stofnkostnaði.
b. Lán úr atvinnuleysistryggingasjóði til 20
ára með 5% ársvöxtum, sem nemur allt að
40% stofnkostnaðar.
10. gr.
Verði halli á rekstri endurhæfingarstöðvar
eða öryrkjavinnustofu, getur endurhæfingar-
ráð lagt til, að hann verði að einum þriðja
hluta greiddur úr atvinnuleysistryggingasjóði,
að einum þriðja hluta af lífeyrisdeild Trygg- j
ingastofnunar ríkisins og að einum þriðja
hluta af rekstraraðila, og er þá stjórn atvinnu-
leysistryggingasjóðs og tryggingaráði, hvoru
6 SJÁLFSBJÖRG