Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Page 6

Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Page 6
að þing L.Í.V., sem nú stend- ur yfir, gerði hlé á störfum sínum til þess að allir þing- fulltrúar gætu mætt á þess- um fundi og nú rétt fyrir há- degið samþykkti þingið ein- róma eftirfarandi ályktun: „13. þing Landssambands íslenskra verslunarmanna tel- ur að innan verkalýðshreyf- ingarinnar þurfi að taka meira tillit til málefna fatl- aðra en gert hefur verið hingað til og að launakjör og réttindi fatlaðra séu að stórum hluta tengd verka- lýðshreyfingunni og hluti af baráttumálum hennar. Avinnumál fatlaðra þarf að leysa með viðunandi hætti og hvetur þingið öll hags- munasamtök landsins til þess að sameinast nú á alþjóða- ári fatlaðra og gera verulegt átak til þess að koma þessum málum í viðunandi horf.“ Þótt það, sem í framan- greindum ályktunum er kraf- ist, sé sérstaklega fram dreg- ið felst ekki í því krafa um forréttindi, heldur íeiðrétt- ingu á misrétti. Forréttindi eru fötluðum síst að skapi, enda hafa þeir haft lítið af þeim að segja. Góðir fundarmenn. 1 stuttu ávarpi verður ekki nema á fátt eitt drepið. En það sem mestu varðar er að ekki verði látið sitja við þá umræðu og ráðagerðir sem uppi eru hafðar á ári fatl- aðra. Heldur verði hafist handa um framkvæmdir og þeim haldið áfram, meðan nokkuð er ógert til gagns í þessum málum. Og það mun vara lengi, því að við skul- um vera þess minnug, aö góö- ir hlutir gerast oft hœgt. Verkalýðshreyfingin óskar fötluðum velfarnaðar í rétt- indabaráttunni og mun styðja þá með ráðum og dáð. 4 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.