Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Blaðsíða 13
í lagasetningu. í þeim efn-
um vil ég geta laganna um
aðbúnað, hollustuhætti og
öryggi á vinnustöðum, sem
eru snar þáttur í forvarnar-
starfi vegna slysahættu og
þeirri hættu sem atvinnusjúk-
dómar geta haft í för með
sér til varanlegs tjóns fyrir
heilsufar fólks. í þessu sam-
bandi má einnig benda á lög-
in um húsnæðismál, sem sam-
þykkt voru síðastliðið vor
og auka að mun fjölda fé-
lagslegra íbúðabygginga í
landinu og auðvelda þannig
fötluðum að komast í tryggt
húsnæði, en fatlaðir eru oft-
ast lágtekjufólk. I nýju hús-
næðislögunum eru einnig
ákvæði um að heimilt sé að
veita sérstök lán vegna breyt-
inga á húsnæði í þágu fatl-
aðra og er ánægjulegt að þau
ákvæði skuli komast til fram-
kvæmda í grennd við alþjóða-
árið. Áður eru nefnd lögin
um umbætur á opinberum
byggingum og frumvarpið
um málefni fatlaðra. Verður
þessari upptalningu ekki
haldið lengur áfram, þó enn
mætti margt fram telja.
Hvað svo ?
Ég tel að óhætt sé að full-
yrða að margt hafi áunnist
á þessu alþjóðaári, bæði í at-
höfnum og orðum, ekki síst
í þá átt að auka og glæða
skilning landsmanna á hög-
um fatlaðra. En ekki er nóg
að gert og tilgangur aiþjóða-
ársins er ekki síst sá að minna
okkur öll á það að margt er
ógert og víða er þörf fyrir
athöfn og jákvæð viðhorf í
þágu jafnréttis fatlaðra. Von-
andi skilur alþjóðaár fatlaðra
eftir sig spor jákvæðra við-
horfa meðal íslendinga, ekki
aðeins þar til árið rennur í
aldanna skaut, heldur einnig
um alla framtíð. Jafnrétti
fatlaðra er krafa sem verð-
ur alltaf og ætíð að lifa með-
al okkar ef við viljum kalla
okkur menningarþjóð.
Upplýsingarit um
réttindi fatlaðra
hjá Almanna-
tryggingum
Tryggingastofnun ríkisins
hefur að ósk framkvæmda-
nefndar alþjóðaárs fatlaðra
tekið saman ítarlegt upp-
lýsingarit um réttindi fatl-
aðra hjá almannatrygging-
um, varðandi bætur vegna
sjúkdóma eða slysa.
I ritinu er einnig að finna
upplýsingar um hvert leita
skuli fyrirgreiðslu varðandi
hin ýmsu málefni fatlaðra.
Ritið er gefið út í tilefni
alþjóðaárs fatlaðra og verð-
ur meðal annars fáanlegt
hjá öllum umboðsmönnum
Tryggingastofnunar ríkisins.
SJÁLFSBJÖRG 11