Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Síða 14

Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Síða 14
Lítil ferðasaga Síðastliðið sumar lagði ég land undir hjól og brá mér í skemmtireisu í Vesturveg, nánar tiltekið til Miami Beach í Florida. Ég var með hópi af skemmtilegum krökkum sem útskrifuðust úr Verslunar- skóla íslands nú í vor. Lagt var upp frá Keflavík eftir að undur Fríhafnarinnar höfðu verið könnuð nokkuð. Til Miami kom svo hópurinn eft- ir 12 tíma ferðalag með milli- lendingu í þeirri heimsins borg New York. Strax á leiðinni frá New York til Miami fékk maður að sjá dæmi um mikilleik þeirra þar vestra, þar sem engu líkara var en maður væri á ferð í fljúgandi kvikmyndahúsi, nema hvað þetta hafði það fram yfir kvikmyndahúsin, að þarna var boðið upp á mat. Þegar komið var á flug- völlinn í Miami, skall hita- bylgja á manni og þótti okk- ur snjókörlunum nóg um þar sem maður á ekki slíku að venjast hér uppi á íslandi. Þegar á hótelið kom, komst ég að því að það er víðar en hér heima sem ekki er gert ráð fyrir fólki í hjólastól- um. Það fyrsta sem mætti mér var ein stór trappa. Við nánari rannsókn á hótelinu kom í ljós að nokkur hluti jarðhæðarinnar var töluvert lægri en hinn. Voru þrjár tröppur þar niður. Að vísu hafði verið gerð virðingar- verð tilraun til að bæta úr því, með því að setja ská- braut á tröppurnar, sem sá galli var á gjöf njarðar að hún var svo snarbrött að eng- in leið var að komast upp né niður hjálparlaust. Þegar inn á herbergi kom og sal- emin könnuð, kom í ljós að dyrnar voru það mjóar að ég hefði ekki komist inn, nema aðeins vegna þess að Jóhann Pétur Sveinsson. 12 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.