Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Blaðsíða 26

Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Blaðsíða 26
„Ég er líka ákaflega ánægður með þá stefnu að fatlaðir skuli vera úti í þjóð- félaginu en ekki einangraðir á stofnunum. Þar eiga aðeins að vera þeir sem þurfa mikla hjálp eða eru veikir. Það sem mér finnst bera einna hæst í hagsmunamálum fatlaðra nú eru atvinnu- og lífeyrismál- in. Það eru lágmarksmann- réttindi að fatlaðir geti lifað eðlilegu lífi fjárhagsiega og þetta hafa verkalýðssamtök- in viðurkennt og tekið mál- efni okkar með í almenna verkalýðsbaráttu. — Þetta finnst mér marka tímamót í málefnum okkar. Megin- hluti fatlaðra kemur úr röð- um launamanna í landinu og fötlun eykst jafnt og þétt í nútíma þjóðfélagi þannig að barátta fyrir hagsmunum fatlaðra er hluti af almennri verkalýðsbaráttu í landinu.“ „Enn er langt í land með að fatlaðir eigi nógu greiðan aðgang að almennum vinnu- stöðum. Þó er hreyfing í þá átt að auðvelda þeim það. Og oft er mörgu hægt að breyta með litlum tilkostnaði, svo að fatlaður maður geti verið með. Mér hefur verið það alla tíð mikið kappsmál að geta unnið og mér þykir gaman að vinna. Ég er áreið- anlega ekkert einstakur að þessu leyti. Það vilja allir vinna og fólki, sem er mein- að það, lifir ekki mannsæm- andi lífi.“ Undir þetta held ég að flestir hljóti að taka og með það látum við þessu spjalli lokið. Skrýtía Það var í rútunni á leið- inni norður. Tveir kjaftaglað- ir sölumenn höfðu komið um borð í Botnsskálanum, og nú voru þeir að reyna að koma af stað samræðum við af- skaplega þurrkuntulegan Þingeying, sem lét allt fleip- ur þeirra eins og vind um eyrun þjóta, og hafði ekki einu sinni svo mikið við þá að gjóa á þá augunum. Loks sagði annar til þess að ná sér virkilega niðri á karli: — Það þori ég að veðja hundraðkalli upp á, að þessi fábjáni getur ekki einu sinni stunið upp þrem orðum í samhengi án þess að hiksta á þeim! Þá hvessti Þingeyingurinn augun á angurgapann og sagði hátt og snjallt: — Þú hefur tapað! „Eigum við ekki að vekja stelpuna?" Þetta sagði konan mín einn sunnudaginn þegar við vor- um að setjast niður við mat- borðið. „Eigum við ekki að láta hana eiga sig“, sagði ég. „Hún var á diskóteki í gær- kvöld? — látum hana bara sofa“. „Ég sé enga ástæðu til þess að hún sofi fram yfir há- degi“, sagði konan mín. „Skrepptu og vektu stelp- una“. „Rétt í þessum svifum seg- ir Jón Múli i útvarpinu: „Nú verða sagðar fréttir". Síðan komu hinar daglegu fréttir af flugvélarráninu og mót- mælafundunum. Og þó að ég hefði heyrt þessar merku fréttir um morguninn, þá dokaði ég við. Alltaf gat eitt- hvað hafa gerst. Eftir smáþögn kemur Jón aftur inn og segir: „í nótt var ekið á 16 ára stúlku á gatna- mótum . . . Stúlkan liggur nú þungt haldin á gjörgæslu- deildinni og er talið tvísýnt um líf hennar“. Það urðu allir stjarfir í eld- húsinu og það ríkti grafar- þögn nokkur andartök. Síðan náði ég fluginu og fór nán- ast loftleiðina fram á gang- inn og reif upp hurðina hjá stelpunni okkar. 24 SJÁLFSBJÖR C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.