Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Page 33

Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Page 33
Hrafn Sœmundsson: Einstaklingurinn Nálega allir menn eiga sér sameiginlegt markmið. Þetta markmið er ekki allt- af byggt á rökrænni hugsun. Þetta markmið, sem flestir eiga sameiginlegt, er persónu- leg velgengni, ánægja og lífs- fylling. Margir vinna að þessu markmiði á skynlítinn hátt. Kannski flestir. Menn ana áfram og reyna að kreista meira og meira út úr lífinu. Nýjum og nýjum þörfum þarf að fullnægja. 1 þessu kapphlaupi bíða margir varanlegt tjón. Meiri og meiri eigingirni, meiri og meiri sjálfselska eyða þeim forða af hugsun, sem mönn- um er gefin, og möguleikun- um til að nota hana. Eftir stendur oft sjúk sál í heil- brigðum líkama. Afleiðing þessa andlega ástands er til að mynda streituþjóðfélagið okkar. Af- leiðingar þessa ástands eru meiri hraði, fleiri slys, skyn- lausara tækniþjóðfélag og minni réttlætiskennd. Einstaklingurinn skapar sér sjálfur lífsstíl, hvort sem hann vinnur markvisst að því eða ekki. Einstaklingur- inn skapar líka þjóðfélagið sem hann býr í, hvort sem hann veit það eða ekki. Öll þróun á upptök sín í ein- staklingnum. Þróun einstaklingsins í nú- tímaþjóðfélagi byggist á and- legu atgervi hans en ekki lík- amlegum burðum. Gerð þjóð- félagsins og aðbúnaður með- lima þess fer eftir því hvern- ig andlegum eiginleikum ein- staklingsins er beitt. Hlutur til að teikna í mvrkri með Magnús Gestsson. Júni 1981 SJÁLFSBJÖRG 31

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.