Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Side 42

Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Side 42
gengileg raörgum fötluðum. Fræðsla og fegurð ná ekki til þeirra sem hafa skerta sjón eða heyrn eða greind. Börn og fullorðnir sem skera sig úr fjöldanum vegna líkam- legrar eða andlegrar fötlun- ar fara á mis við hlýju mann- legra samskipta. Menntun, framleiðslustörf, opinber þjónusta, skemmtanir og aðr- ar athafnir manna eru mörg- um lokað land eða aðeins leyfð í einangrun. Fólki með fötlun á hæsta stigi, sem ólík- legt er að fái nokkurn tíma sjálfstæða starfsgetu, er oft sýnd fullkomin vanrækt, eða ónógar tilraunir gerðar til að stuðla að persónulegri þróun þess eða bættum lífskjör- um. Nú er til þekking og tækni- kunnátta sem gerir hverju landi kleift að ryðja þeim hömlum úr vegi sem fyrir- muna fötluðum þátttöku í lífi samfélagsins. Sérhver þjóð getur opnað allar stofnanir sínar og samtök fyrir alla þegna sína. En það sem skort- ir allt of oft er vilji stjórn- valda til að lýsa yfir og koma í framkvæmd þeirri stefnu sem þarf til þess að hrinda þessu af stað. Þjóð sem bregst undan að hlýða þessu kalli brestur skilning á sönnu gildi þess. Fátækt og strið valda ekki aðeins fötlun, heldur draga líka úr tiltækum úrræðum til þess að koma í veg fyrir og bæta hana. Til þess að ná markmiðum þessarar stefnuyfirlýsingar þarf því réttlátari skiptingu auðlinda jarðar og samskipti þjóða reist á skynsemi og sam- vinnu. Markmið allra þjóða á þessum áratug verður að vera að draga úr fjölda fatlaðra og skapa samfélög, sem virða rétt fatlaðra og fagna fullri þátttöku þeirra. I því skyni 40 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.