Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Síða 5

Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Síða 5
Viðtal Vestmannaeyjar voru að íklæðast sparifötunum þegar tíðindamaður Sjálfsbjargar kom þangað í vikunni fyrir þjóðhátíð í sumar. Það voru sautján stig og sól, eins og segir í dægurlaginu, og greinilegt strax á flugvellinum að eitthvað lá í loftinu. Utan við flugstöðina beið Rich- ard Þorgeirsson eins og um var samið í glænýjum Buick og ók mér heim til sín að Birkihlíð 1. Ég ætlaði að gera stuttan stans og taka við hann viðtal fyrir Sjálfs- björg en þeir sem verið hafa virkir í samtökum fatlaðra kannast eflaust við þennan glaðlynda mann sem brosti við mér úti fyrir flugstöðinni. Þegar komið var heim til Richards var kona hans, Þórdís Sigfúsdóttir, að ryksuga jafn- hliða því sem hún leit eftir barnabarni þeirra Richards, snaggaralegum kút á öðru ári. Tiltektin var nú ekki mér til heiðurs heldur áttu þau hjón von á gestum með Herjólfi síðar um daginn, systir Rich- ards og mágur voru væntanleg til að dvelja hjá þeim yfir þjóð- hátíð. Eftir að Þórdís var búin að ryksuga hreiðruðum við Rich- ard um okkur á skrifstofu hans sem er jafnframt umboð Al- mennra trygginga í Vestmanna- eyjum en því starfi hefur Rich- ard gegnt í 18 ár. Hann tók sím- ann úr sambandi og við hófum spjallið. Aldrei komið í skólo “Ég er innfæddur vest- mannaeyingur, kom í heiminn 4. desember 1928 og verð því sextugur í vetur. Móðir mín er héðan úr Eyjum en faðir minn norðan úr Þingeyjarsýslu. Tveggja ára að aldri veiktist ég af berklum í hrygg og lamaðist út frá því í fótum. Þetta var frekar sjaldgæft og það myndi ekki gerast nú á dögum, því nú er beitt annars konar með- höndlun en þá var gert. Ég var settur í gifs og knýttist allur við það. Af þessum sökum var ég meira og minna á sjúkrahúsum öll æskuárin. Lengst af lá ég á sjúkrhúsinu hér í Eyjum en skólagöngu naut ég engrar. Okkur börnunum voru kennd lítillega helstu undirstöðuatriði lesmáls og skriftar. En í skóla hef ég aldrei komið. Um tíma komst ég á hækjur og þegar ég var 14 ára fékk ég nokkurn mátt í fæturna. Þá var ég sendur á Landakot og var þar í tvö ár en komst ekki á fætur aftur. Ég hef mátt fyrir ofan mitti og var handsterkur. Þetta var að mörgu leyti undarleg reynsla fyrir mig. Það fer ekki hjá því að löng sjúkra- hússdvöl hafi sljóvgandi áhrif á fólk, maður var ekki í neinu sambandi við atvinnulífið og lá innan um deyjandi fólk. En ég eignaðist líka góða félaga sem sumir hverjir dóu í næsta rúmi. Við tókum okkur til tveir félagar á sjúkrahúsinu í Eyjum og fórum að smíða litla báta sem við seldum. Við vorum að þessu í rúminu og fengum að sinna þessu óáreittir þótt við spndum allt út. Við smíðuðum þó nokkur líkön sem við seldum eða gáfum. Ég á ekkert eftir af þessum gripum okkar. Guðbjörg Arnadóttir sem þá var yfirhjúkrunarkona hélt hlífiskildi yfir þessa iðju okkar. Hún var ekki allra en barngóð og átti ketti sem voru okkur börnunum afar kærir. Oft áttu þeir kettlinga í kassa undir rúmunum okkar. Það þætti nú ekki góð latína á sjúkrahúsum í dag. Richard i nýja Buicknum úti fyrir gamla spitalanum i Eyjum en þar dvaldist hann lengst af bernsku sinnar. SJÁLFSBJÖRG 3

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.