Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Page 9
ingarskjöl fyrir þátttökuna.
Þetta hefur mælst vel fyrir
meðal barna, foreldra og sund-
ráðsins. Það var Hildur Jóns-
dóttir, fyrrum formaður félags-
ins, sem átti hugmyndina að
þessu og tilgangurinn með
mótshaldinu er sá að ýta undir
áhuga æskulýðsins á sundi og
öðrum íþróttum.
Auk þessa almenna félags-
lífs er félagið upplýsingamiðill
fyrir þá sem á þurfa að halda.
Við reynum að veita þá aðstoð
sem við getum. En því er ekki
að neita að félagið virðist virka
fráhrindandi á yngra fólk og
það leitar ekki til okkar nema
það þurfi beinlínis á aðstoð
okkar að halda, td. við bílamál
sín.“
Að halda í sér
í Herjólfi
- Hvernig hafa ferlimálin
gengið hér í Eyjum?
“Svona upp og ofan. Það
kom kippur á ári fatlaðra. Þá
var aðgengi lagað víða, td. um
borð í Herjólfi. Þar var klefum
breytt og salerni á þilfari lagað.
Áður höfðu fatlaðir þurft að
halda í sér þá þrjá tíma sem
ferðin tekur. Við komum oft
með ábendingar um úrbætur á
aðgengi og þeim er oftast vel
tekið. En það er ekki nærri nóg
að gert.
Sjálfsbjörg hefur áheyrnar-
fulltrúa í byggingarnefnd
bæjarins og við getum sagt álit
okkar á öllum nýbyggingum.
Við vorum td. kölluð á fund
vegna félagsheimilis sem
Landakirkja er að byggja og
eftir þann fund voru allir sáttir.
Það er mikill kostur að geta
haft áhrif með þessum hætti.
Fólk heldur oft að hlutirnir séu
í lagi en svo vantar kannski
herslumuninn. Iðulega er um
„Ég held að margír þeir sem heilir eru
hefðu gott af að kynna sér viðhorf fatl-
aðra.“
sáraeinfalda og ódýra hluti að
ræða, td. að snúa við hurðum á
salernum. Slíkar lagfæringar
eru einungis spurning um
vilja.“
Pólitík hefar
ekki heiilaö mig
- Hvernig finnst þér stjórn-
málaflokkarnir standa sig í
málefnum fatlaðra?
“Stefna þeirra í okkar
málum er yfirleitt afskaplega
huggulega upp sett í stefnu-
skrám flokkanna, en reyndin
er oft önnur. Það hefur til
dæmis orðið afturför í bíla-
málum fatlaðra. Fatlaðir þurfa
oft stærri og dýrari bíla en
aðrir. Áður fengu þeir sölu-
skatt og aðflutningsgjöld
niðurfelld en nú fá þeir fasta
upphæð sem oft er mun lægri.
Ég keypti mér bíl í vor og lenti í
tveimur gengisfellingum. Við
Viðtal
það hækkaði verð bílsins um
100 þúsund og það fékk ég ekki
bætt. Ætli ráðherrar hefðu
ekki haft einhver ráð með að
bæta sér svonalagað upp? Ég
hef sem betur fer góða vinnu og
þess vegna efni á að kaupa mér
bíl við hæfi. En alltof margir
fatlaðir hafa lítil fjárráð.
Það er gaman að ferðast með
fötluðum. Þeir eru glaðvær
hópur á ferðalögum þótt þeir
komist ekki langt fyrir eigin
rammleik. Ég held að margir
sem heilir eru hefðu gott af að
kynna sér viðhorf fatlaðra.“
- Hefur þú ekki verið virkur
í stjórnmálum sjálfur?
“Nei, ég er alveg fráhverfur
því að starfa í stjórnmálum. Ég
hef mína skoðun en pólitíkin
hefur ekki heillað mig.“
- Fyrir síðustu þingkosn-
ingar varð nokkur umrœða um
sérframboð fatlaðra. Hvað
finnst þér um slíka hugmynd?
“Mér fannst umræðan um
það ekki nógu trúverðug. Það
virtist ekki vera nógu mikil
samstaða, það var eins og
vinstri vængurinn væri of ráð-
andi. Þessi félagsskapur má
ekki fá á sig pólitískan lit, til
þess eru málefni hans of mikil-
væg.“
Þarna settum við amen á
eftir efninu. Eftir að hafa
drukkið kaffi og spjallað við
heimilisfólkið fór Richard með
mig í bíltúr um Heimaey og ég
held að hann myndi sóma sér
prýðilega sem leiðsögumaður.
Og einu tók ég eftir: hann var
greinilega vel kynntur í
bænum, hann var stöðugt að
heilsa fólki, ungu sem gömlu,
og undantekningarlaust
uppskar hann sólskinsbros á
móti. Kannski var það veðrið,
eða þjóðhátíðarskapið, og
þó...
- ÞH
SJÁLFSBJÖRG 7