Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Síða 11

Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Síða 11
Færumst smám saman í átt til jafnréttis Rœtt uið Jóhann Pétur Sueinsson, nýkjörinnformann Sjálfsbjargar Á þingi Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, sem haldið var í lok maí gerðust þau tíðindi að Theodór A. Jónsson lét af formennsku í samband- inu eftir 28 ára starf. Við tók Jóhann Pétur Sveins- son lögfræðingur. Blaða- maður Sjálfsbjargar tók Jóhann tali og spurði hvernig honum litist á að taka við af Theodóri. “Það leggst nokkuð vel í mig. Að vísu er ekki auðfarið í hjól- för Theodórs en það tekst von- Félagsmál andi með hjálp góðra manna. Það er hörkulið í framkvæmda- stjórninni og við njótum auk þess áfram starfskrafta Theo- dórs.“ - Ætlarðu að verða jafn þaulsetinn í formannssœtinu og forveri þinn? “Ætli ég láti mér ekki nægja 25 ár! En svona grínlaust þá verður tíminn að leiða það í ljós hvort ég nýt trausts. Ef til vill verður mér sparkað eftir tvö ár! Þróunin í félögunum hefur verið sú að takmarka veru manna í stjórn við svona 6-8 ár og það hefur borið á tilraunum til að koma slíkum ákvæðum inn í lög landssambandsins. Ég á von á því að þess verði ekki langt að bíða að svo verði. í sambandinu er líka mikið af góðu fólki sem hefði gott af að spreyta sig á stjórnarstörfum.“ - Hefur þú lengi verið virkur í Sjálfsbjörg? “Ég hef verið nokkuð virkur í seinni tíð. Ég er úr Skagafirð- inum en var ekki virkur þar, enda iá ég mikið á sjúkra- húsum og var langdvölum að heiman. Þátttaka mín hófst árið 1975 þegar ég fluttist í Sjálfsbjargarhúsið og hóf nám í MH en þá kynntist ég starfi Reykjavíkurfélagsins. Ég tók þátt í almennu félagsstarfi og þegar Vilborg Tryggvadóttir lét af störfum ritara árið 1980 sett- ist ég í stjórn. Ég hef verið í ýmsum nefndum og fulltrúi í stjórn samtaka fatlaðra ung- menna á íslandi. Svo hef ég verið varaformaður lands- sambandsins síðan 1984.“ Heimilisaðs toð mál málanna - Eru það einhverjir sérstakir málaflokkar öðrumfremur sem þú hefur haft áhuga á? SJÁLFSBJÖRG 9

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.