Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Page 14
Menntamál
Ásdís Jenna og Una í herbergi Ásdísar á Reykjalundi í sumar.
Ætla í háskólann
Ásdís Jenna Ástráðsdóttir hefur nám í menntaskóla
í haust og er langt komin með aðfylla ijóðabók
Ásdís Jenna Ástráðsdóttir
er 18 ára gömul stúlka af Sel-
tjarnarnesinu sem ætlar að
hefja nám á málabraut
Menntaskólans við Hamra-
hlíð á þessu hausti. Tíðinda-
maður Sjálfsbjargar hitti
hana að máli að Reykjalundi
þar sem hún dvaldi um tíma í
sumar.
Ásdís er fædd með spastíska
lömun sem á íslensku nefnist
heilalömun en afbrigðið sem
Ásdís er með heitir á fræðimáli
athetosa. Hún hefur samt sem
áður fylgst nokkurn veginn
með jafnöldrum sínum í
gegnum skólann og lauk
grunnskólaprófi nú í vor.
“Ég var í Hlíðaskóla og lauk
9. bekk í tveimur áföngum,
þeim seinni í vor.“
- Hvernig fannst þér svo í
skólanum?
„Það var stundum gaman og
stundum leiðinlegt. Skemmti-
legast þótti mér að skrifa ljóð
og læra dönsku."
Þetta með dönskuna á sér
kannski þá skýringu að Ásdís
bjó um nokkurra ára skeið í
Danmörku ásamt foreldrum
sínum og hóf skólagönguna í
Árósum. En að sögn móður
hennar, Ástu Þorsteinsdóttur,
eru tungumál henni mjög hug-
leikin. Og svarið kemur líka
fljótt þegar ég spyr hvaða fög
hún ætli helst að leggja stund á
ÍMH:
“Ensku, dönsku, kannski-
þýsku og tölvufræði.“
Vegna fötlunar sinnar á
Ásdís erfitt með að tjá sig í
mæltu máli þótt hún taki
stöðugum framförum á því
sviði. Hún tjáir sig því mikið
með aðstoð tölvu sem hún
stjórnar með hljóðmerkjum.
En hvað hyggst hún fyrir eftir
að menntaskólanáminu lýkur?
“Mig langar í háskólann,
kannski í bókmenntir.“
12 SJÁLFSBJÖRG