Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Page 19
Björgúlfur Andrésson framkvæmdastjóri Hjálpartækjabankans I nýju starfsumhverfi
í Hátúni 12.
Hjálpartœkjabankinn
í eigið húsnæði
Um verslunarmannahelg-
ina í sumar flutti Hjálpar-
tækjabanki Sjálfsbjargar
og Rauða krossins sig um
set. Húsnæðið í Nóatún-
inu var rýmt og bankinn
kom sér fyrir í nýrri við-
byggingu austan við
Sjálfsbjargarhúsið í Há-
túni 12. Við þetta hartnær
tvöfaldast athafnapláss
fyrirtækisins og hefur það
nú um 500 fermetra til
afnota.
“Það verða miklar beytingar
innandyra,“ sagði Björgúlfur
Andrésson forstöðumaður
Hjálpartækjabankans þegar
tíðindamaður Sjálfsbjargar
heimsótti hann á nýja staðinn.
„Þetta er miklu stærra og á
einni hæð en áður vorum við á
tveimur hæðum. Að því er
mikil hagræðing og öll aðstaða
starfsfólks batnar mikið við
þessi umskipti. Hér erum við í
húsnæði sem er aðlagað starf-
seminni og innréttað í sam-
ræmi við hana. Auk þess er það
nýtt, bjart og fallegt.
Utandyra verða einnig þær
breytingar að nú komast fatl-
aðir að dyrunum. Að vísu er
aðkoman ekki alveg frágengin
enn en það á eftir að brey tast. “
Hjálpartækjabankinn hóf
starfsemi sína fyrir 12 árum og
var Björgúlfur þá eini starfs-
maðurinn en auk hans unnu
konur úr kvennadeild Rauða
krossins í sjálfboðavinnu
nokkra tíma í viku. Fljótlega
varð að bæta við öðrum starfs-
Hjálpartæki
manni og árið 1980 var ráðinn
hjúkrunarfræðingur í hálft
starf. Samtímis fór fyrirtækið
að bjóða upp á svonefndar
stoma-vörur. Arið 1982 bættist
svo iðjuþjálfi í hópinn og veitir
hann viðskiptavinum bankans
ýmiss konar þjónustu (sjá
viðtal).
1.200 manns
á mánuði
- Hefur ekki orðið ýmis
breyting á starfseminni á
þessum 12 árum?
“Jú, úrvalið hefur að sjálf-
sögðu aukist jafnt og þétt allan
tímann. Við höfum reynt að
fylgjast með nýjungum eftir
bestu getu og njótum við það
aðstoðar iðjuþjálfa og fleiri
aðila. Framboðið á hjálpar-
tækjum hefur aukist gífurlega á
þessum áratug. Það tók mikinn
fjörkipp á ári fatlaðra 1981.
Þaö verða breytingar á þessum
vörum eins og hverri annarri
iðnaðarvöru.
Veltan hefur aukist verulega
á þessum tíma þótt ég hafi ekki
tölur um það. Ég tók það hins
vegar saman á síðasta ári að
hingað komu um 1.200 manns á
mánuði. Auk þess afgreiðum
við mikið í gegnum síma og
sendum tæki til fólks sem getur
ekki hreyft sig og hefur engan
til að senda. Við erum með bíl-
stjóra í fullu starfi og hann
hefur nóg að gera.“
- Eru ekki árstíðasveiflur í
eftirspurninni?
“Jú, það eru toppar á vet-
urna þegar fólk er að slasa sig í
hálkunni og líka á sumrin
þegar sjúkrahús loka deildum
vegna sumarleyfa.“
- Verður bryddað upp á ein-
hverjum nýjungum eftir flutn-
ingana?
SJÁLFSBJÖRG 17