Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Síða 20
Hjálpartæki
“Það hefur verið talað um
það og er enn á umræðustigi.
Þessi húsakynni skapa okkur
aðstöðu til að gera ýmislegt
sem við gátum ekki áður. Til
dæmis höfum við of lítið getað
sinnt þjónustu við það fólk sem
annast sjúklinga sem þurfa á
okkur að halda. Við höfum of
lítið getað sinnt því að kynna
þessu fólki starfsemi okkar og
það sem við höfum upp á að
Fyrir sex árum var iðjuþjálfi
ráðinn til starfa við Hjálpar-
tækjabankann. Sú sem
gegnir þessu starfi núna er
Jóhanna Ingólfsdóttir og
tókum við hana tali á vinnu-
stað sínum.
bjóða. Nú getum við fengið
þetta fólk í heimsókn og sinnt
því hér.
Við höfum reynt eftir megni
að sinna kynningarstarfi. I því
skyni höfum við farið út á land
enda þjónum við öllu landinu.
Þær ferðir hafa mælst vel fyrir
og við ætlum að halda þeim
áfram þótt þær séu dýrar,“
sagði Björgúlfur.
Hjálpartækjabankinn er sjálf-
“Ég hef verið hér í tæpt ár og
veiti fólki ráðgjöf um val á
tækjum. Oft er það svo að fólk
veit ekki hvaða tæki það þarf.
Ég fer heim til fólks sé þess
óskað, kanna aðstæður þess og
líkamsástand og geri síðan til-
lögur um tækjaval og bendi
stætt fyrirtæki sem áðurnefnd
félagasamtök eiga í jöfnum
hlutföllum. Hann nýtur engra
styrkja og starfsemin stendur
undir sér sjálf. Bankinn leigir
bæði og selur tæki og í mörgum
tilvikum greiðir Trygginga-
stofnun tæki sem keypt eru,
ýmist að fullu eða hluta. Þeir
sem leigja tæki bera hins vegar
sjálfir kostnaðinn.
- ÞH
jafnvel á einhver atriði sem
breyta þyrfti í íbúð viðkom-
andi. Beiðni um þessa þjón-
ustu getur komið frá læknum,
heimilishjúkrun, aðstandend-
um eða sjúklingum sjálfum.
Fólk spyr mikið hvað sé til af
tækjum og ég læt það prófa þau
því sum tæki henta einum en
ekki öðrum. Ef tækin eru ekki
til hjá okkur reyni ég að finna
þau annars staðar.“
- Er mikil þörf fyrir þessa
þjónustu?
“Já, tvímælalaust. Það hefur
verið nóg að gera. Auk þess að
veita upplýsingar get ég lagt
læknisfræðilegt mat á ástand
sjúklinga og séð fram í tímann
hvernig það er líklegt til að
þróast.
Ég hef farið nokkrar ferðir
út á land með sýningar á hjálp-
artækjum, ýmist að beiðni
Sjálfsbjargarfélaga eða heilsu-
gæslustöðva. Þá reyni ég að
fara með sitt lítið af hverju og
sýna sem breiðast úrval.
Hingað til hefur ekki verið
mikið um að ég sé beðin að
koma út á land og líta á sjúkl-
inga en á þessum sýningar-
ferðum hef ég hins vegar verið
beðin að athuga aðstæður hér
og þar. Ég tel því að það sé þörf
fyrir útibú á landsbyggðinni.
Loks má nefna að ég hef farið
með tæki og kynnt þau á
sjúkrahúsunum.“
Jóhanna Ingólfsdsóttir Iðjuþjálfi leiðbeinir viðskiptavinum Hjálpartækjabankans.
Mikilþörf
fyrir ráðgjöf
Rœtt uið Jóhönnu Jngólfsdóttur
iðjuþjálfara í Hjálpartœkjabankanum
18 SJÁLFSBJÖRG