Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Qupperneq 21
„Við erum einhvers virði og lítum til tramtíðarinnar með reisn.“ Auglýsingaspjald samtaka „byltingarsinnaðra fatlaðra“.
Stríðið hefur
breytt hugarfarinu
Einar Hjörleifsson greinirfrá
högumfatlaðra í þróunariandinu Nicaragua
þarsem borgarastríð geisar
NICARAGUA tilheyrir þeim hópi ríkja, sem þróunar-
lönd kallast. Þessi iönd eiga það sammerkt að vera
skammt á veg komin í atvinnu- og efnahagsmálum, og
þjóðartekjur lágar. (Þær eru nú á milli 500 og 600 $ á
ári á mann.) Árið 1979 var gerð bylting í landinu en
þá hafði landinu verið stjórnað um fjörutíu ára skeið
af SOMOZA-fjölskyldunni, sem leit nánast á landið
sem sitt einkafyrirtæki. Afar breið hreyfing myndaðist
um þessa byltingu, sem leidd var af FSLN, hreyfingu
sandinista, og almenningur talar um „El Triunfo“ eða
„sigurinn", þegar minnst er á hana. Síðan 1981 hafa
hersveitir stjórnarinnar átt í höggi við sveitir svo-
nefndra „kontraskæruliða“, sem bandaríska leyni-
þjónustan átti þátt í að koma á fót og hafa lengst af
notið víðtæks stuðnings Bandaríkjastjórnar.
í þessari grein verður reynt að
lýsa þeirri aðstöðu, sem fatl-
aðir búa við í Nicaragua.
Landið er að flatarmáli um
148.000 ferkílómetrar og þar
búa um þrjár milljónir manna.
Varla þarf að tíunda fyrir
íslenskum lesendum, að á
svæðinu hefur verið stöðugur
ófriður síðustu árin og hefur
það að sjálfsögðu áhrif á kjör
fólksins í landinu, fatlaðra sem
ófatlaðra.
Talið er, að á árunum 1980-
1984 hafi um fimmtíu þúsund
manns fatlast í landinu, flestir
SJÁLFSBJÖRG 19