Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Qupperneq 29
Félagsmál
Heyrðu, Valey, finnst þér ekki
tímabært að við förum að
stofna félag fatlaðra? Ég var
sammála því og við ræddum
við fleiri, bæði fatlaða og
aðstandendur þeirra, og boð-
uðum þá á fund.
Það voru nokkuð margir
fatlaðir á Siglufirði um þessar
mundir því nokkrum árum
áður hafði gengið lömunar-
veikifaraldur. Á undirbúnings-
fundinum mættu 20-30 manns
og þar var ákveðið að boða
stofnfund nýs félags 9. júní. Á
stofnfundinum urðu nokkrar
umræður um nafn og komu
ýmsar tillögur fram. Þegar
nafnið Sjálfsbjörg kom fram
voru allir á einu máli um að það
væri best. Þegar kom að for-
mannskjöri varð ég fyrir val-
inu.“
- Hvernig var ástandið í
málefnum fatlaðra á þessum
árum?
“Þau voru í algerum ólestri,
jafnt tryggingamál sem
atvinnu- og félagsmál fatlaðra.
Þeir lokuðu sig inni og voru
haldnir minnimáttarkennd.
Fatlaðir voru fákunnandi um
réttindi sín og vissu oft ekki um
rétt sinn til almannatrygginga.
Börn fengu örorkumat við 16
ára aldur en foreldrar þeirra
nutu einskis stuðnings fram að
því.
Ég fékk lömunarveikina
þegar ég var barn og þegar ég
komst á vinnualdur var gengið
með mig milli atvinnurekenda
en ég fékk hvergi vinnu. Ég
hafði þá enga menntun og
smám saman missti ég móðinn
og hætti að þora að sækja um
vinnu. Á endanum varð það úr
að ég tók kennarapróf en
barnakennsla þótti vera það
eina sem fötluð manneskja gat
gert.
Nú ríkja allt önnur viðhorf
og ég vona að félagið eigi sinn
þátt í því. Við höfum beitt
okkur gegn því að félagar séu
beittir órétti og nú hafa fatlaðir
að öðru jöfnu forgang að vinnu
hjá ríki og sveitarfélögum.
Atvinnurekendur á Siglufirði
hafa tekið fötluðum sérlega vel
og má þar nefna Þormóð
ramma, bæjarfélagið og fleiri
fyrirtæki. Málin standa orðið
það vel að í okkar félagsskap
ríkir félagsleg deyfð. Mér
finnst td. yndislegt að sjá
hvernig blöndunin á sér stað í
skólunum. Sjálfri líkaði mér
alltaf best í skóla enda varð ég
aldrei fyrir aðkasti þar vegna
fötlunar minnar.“
- Hvernig standa ferlimálin
hjá ykkur á Siglufirði?
“Þau standa ekki vel, raunar
er ástandið í þeim fyrir neðan
allar hellur. Þar þarf að gera
stórátak. Það er mikið af eldri
húsum í bænum og það hefur
sáralítið verið gert til að laga
aðgengi í þeim. Fyrir all-
mörgum árum var byggt ráð-
Eftir að hafa stofnað fyrsta
félagið á Siglufirði fóru Sig-
ursveinn og fleiri á stúfana
og vöktu fatlaða í öðrum
byggðarlögum til dáða.
Reykvíkingar voru fljótastir
að taka við sér og aðeins 18
dögum eftir stofnfundinn á
hús í bænum og við börðumst
fyrir því að fá lyftu í það. Þegar
það fékkst loks samþykkt voru
teiknaðar 3 tröppur upp í lyftu-
húsið. Lyftan er ókomin enn og
þrátt fyrir bréfaskriftir til
bæjarstjórnar hefur ekkert
gerst í málinu. Okkur finnst
þetta hús vera fyrir alla siglfirð-
inga og að vísu hefur sumt
verið lagfært þar. í fyrra var
standsettur salur á 2. hæð húss-
ins og þá var aðgengið bætt,
salernum breytt og handrið
löguð.
Báðir skólarnir í bænum eru
hins vegar ótækir. í tilefni af 70
ára afmæli bæjarins í vor var
samþykkt að stækka grunn-
skólann og ég vona að ég fái
einhverju ráðið þar enda er ég
á heimavelli, kennari við
skólann.“
- Hefur félagið gert eitthvað
til að minnast afmœlisins?
“Já, við færðum bænum 30
trjáplöntur fyrir veittan stuðn-
ing og gróðursettum þær á
afmælisdegi félagsins.“
Siglufirði var haldinn stofn-
fundur Reykjavíkurfélags-
ins.
“Það var brýn ástæða fyrir
stofnun félagsins,“ segir
Trausti Sigurlaugsson, núver-
andi formaður félagsins.
Trausti Sigurlaugsson, formaður
Sjálfsbjargar í Reykjavík:
Fötluðum vel tekið
í þessu þjóðfélagi
SJÁLFSBJÖRG 27