Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Side 32

Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Side 32
Félagsmál er greiddur af hinu opinbera. Nú er hins vegar verið að endurskoða meðferðargjöldin á endurhæfingarstöðinni og þá ætti hallinn að minnka þar. Varðandi AKO-plast erum við bjartsýn. Við vitum að við erum að leggja út í samkeppni við rótgróin fyrirtæki fyrir sunnan en teljum að ef okkur tekst að ná heimamarkaðnum þá muni dæmið ganga upp. í AKO-plasti fá 8 manns vinnu, i Bjargi starfa 20 manns en alls starfa 40-50 manns á vegum félagsins, þó ekki allir í fullu starfi.“ - Ætlið þið að minnast tíma- mótanna á einhvern hátt? “Tímamótin eru reyndar tvöföld því Bjarg á 20 ára afmæli á árinu. Við ætlum að gefa út veglegt afmælisrit á afmælisdaginn, sem er 8. októ- ber, þar sem rifjuð verður upp saga félagsins ofl. Svo hefur líka verið rætt um að halda veislu en það er allt óráðið enn,“ sagði Snæbjörn Pórðar- son. Pálína Snorradóttir, formaður Sjálfsbjargar í Árnessýslu: Ekki bruðlað en þurfum að byggja dýrt í Árnessýslu var stofnað Sjálfsbjargarfélag sumarið 1958 og þótt félagssvæðið taki til allrar þessarar stóru sýslu þá hefur formaðurinn af einhverjum ástæðum ávallt verið búsettur í Hvera- gerði. Fyrsti formaður var Valgerður Hauksdóttir, síðan gegndi Þórður Jóhannsson embættinu í 23 ár en síðustu þrjú árin hefur Pálína Snorradóttir vermt stól formanns en hún hefur starfað í félaginu frá 1965. “Félagssvæði okkar er mjög dreift og því er erfitt að ná saman fundum. Við getum þó komið upplýsingum til félaga og skipuleggjum stundum sam- eiginlegar ferðir til Reykjavík- ur, í leikhús, heimsókn í Sjálfs- bjargarhúsið oþh.“ Pálína er formaður Svæðis- stjórnar um málefni fatlaðra á Suðurlandi en starfar sem sér- kennslufulltrúi. Af orðum hennar að dæma virðist málefnum fatlaðra nokkuð vel komið á Suðurlandi þótt félagið sé ekki mjög virkt. “Svæðisstjórn hefur unnið vel. Við stofnun hennar var til barnaheimili fyrir fötluð börn sem foreldrar þeirra ráku. Þetta er meðferðarheimili fyrir fötluð börn upp að f8 ára aldri jafnframt því að vera vistun. Heimilið vinnur í tengslum við skólana á Selfossi því börnin sem þar eru vistuð ganga í skól- ana. Auk þess búa sex einstakl- ingar í sambýli og vinna á vernduðum vinnustað þar sem þeir vefa mottur og búa til Íeirmuni. Pá erum við að opna fyrsta sambýlið sem við byggjum sjálf með aðgengi fatlaðra í huga. Eitt Lottóhús er í byggingu en í því verða leiguíbúðir fyrir fatlaða, 2 hjónaíbúðir og 4 einstaklings- íbúðir. Við eigum okkur draum um að byggja hús þar sem dagvist- un, þjálfun og vinnustaður væri undir einu þaki. Við vitum þó ekki hvenær hann rætist. Þetta er allt rekið af svæðis- stjórn. Auk þess rekur svo- nefnd Steiner-hreyfing heimili í Skaftholti fyrir 6-8 vistmenn af Reykjavíkursvæðinu sem ekki passa inn í kerfið. Svæðis- stjórn hefur rekstrarleyfið en starfsfólkið sér um reksturinn. Það fær laun sem ganga beint í reksturinn en hver starfsmaður fær það sem hann þarf sér til viðurværis. Þetta hefur gengið mjög vel. Þetta starf kemur Sjálfsbjörg til góða því fólk sér að það er verið að vinna og að æ fleiri 30 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.