Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Síða 33

Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Síða 33
Félagsmál þurfa á svona þjónustu að halda. Breytingarnar gerast hægt en uppbyggingin hefur verið farsæl hingað til. Það er ekki bruðlað með fé en við verðum hins vegar að byggja dýrt því við erum með það sem nefnt er þungir einstaklingar. Við höfum ýmsar hugmyndir um samstarf Sjálfsbjargar og Þroskahjálpar og þessi félög hafa mörg verkefni að vinna. Hvað úr verður ræðst af sam- komulaginu," sagði Pálína Snorradóttir. Messíana Marsellíusdóttir, formaður Sjálfsbjargar á ísafirði: Vorblótið hafði góð áhrif á hugarfarið Á ísafirði var stofnað félag í september 1958. Þar er nú formaður Messíana Marsell- íusdóttir og hefur verið það í nokkuð mörg ár. Hún er reyndar búin að starfa í félaginu í aldarfjórðung. “Félagið var öflugt fyrstu árin undir forystu Ingibjargar Magnúsdóttur formanns. Snemma var ráðist í að kaupa hús við Mjallargötu í samvinnu við SIBS. Þar var framan af rekin vinnustofa fyrir fatlaða, sauma- og prjónastofa, en fyrir uþb. 20 árum brann hún og öll tæki eyðilögðust. Húsið var endurbætt og síðan höfum við rekið þar almenna verslun sem jafnframt er umboð fyrir happ- drætti SÍBS. Þar er líka að- staða til félagsstarfs. Það setur sitt mark á starf- semina hversu algengt það er að fólk flytji suður ef það er fatlað eða eignast fötluð börn. Þar fær það alla þjónustu sem vantar hér. Það er því brýnt að hér verði komið upp aukinni þjónustu við fatlaða. Hér er starfrækt vistheimilið Bræðra- tunga en það er aðallega fyrir þroskahefta. Á sjúkrahúsinu er búið að koma upp endur- hæfingarstöð sem er til mikilla bóta. En ferlimálin eru ekki í nógu góðu lagi á ísafirði. Það eru til dæmis engar skábrautir við gangstéttir í bænum. Bæjar- stjórn er hins vegar búin að samþykkja að steypa ská- brautir alls staðar í bænum og það er mikill sigur. En það vantar mikið á að aðgengi sé gott. Til dæmis kemst enginn fatlaður inn í Menntaskólann á ísafirði. Það var ekkert hugsað út í það þegar skólinn var byggður. Sama gilti raunar um grunnskólana, þar var ekkert hugsað út í aðgengi fyrir fatl- aða fyrr en Bræðratunga fór að senda nemendur þangað.“ - Hvernig hafið þið fagnað tímamótunum? “Við héldum vorblót í sam- vinnu við Öryrkjabandalagið og Styrktarfélag vangefinna. Það var vel sótt og ég er bjart- sýnni eftir það en áður. Við fengum gesti að sunnan sem fluttu erindi og kynntu málefnin og mér fannst það ná eyrum fólks. Vorblótið hafði jákvæð áhrif á hugarfar fólks og það eru allir jákvæðir að vinna fyrir okkur núna.“ - Ég sé að þú ert ekkifötluð, hvað veldur áhuga þínum á þessum málefnum? “Ég byrjaði að vinna að þessum málum fyrir dóttur mína sem er fötluð. Auk þess er systir mín fötluð svo ég er alin upp við fötlun. Áhuginn hefur alltaf blundað með mér og nú er þetta orðið mitt hjart- ans mál,“ sagði Messíana Mar- sellíusdóttir. SJÁLFSBJÖRG 31

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.