Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Síða 35

Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Síða 35
YAUÐ Það er apríl, ástin mín, hugsa ég og finn hita- bylgju fara um mig vegna merkingar orðanna, þar sem ég sit í sporvagni fjögur sem þýtur framhjá stoppistöðinni á Masthuggstorginu án þess að stansa. Það er apríl og vor mánuður. Vor mánuður og vormánuður, merkingin fer eftir áherslunum hugsa ég og brosi breitt að litla orðaleiknum mínum. Fullorðna konan sem situr við hlið mér brosir alls ekki þótt hún sé með glaðlegan ljósbláan vorhatt. Til að fela kátínu mína sný ég andlitinu að óhreinum rúðum sporvagnsins og sé hóp skóla- unglinga í ljósum fötum. Þau fara sér hægt eftir göngustígnum meðfram Skólagötu og Park- Viktoriugötu. Þau hlæja og flangsa og eru svo áhyggjulaus og heilbrigð að sjá í sólarlampasól- brúnkunni sinni. Ólykt af gömlum óhreinindum berst aftur í vagninn og ég fæ ónot í magann. Maginn minn. í maga mínum ert þú, ástin mín, eða réttara sagt sá hluti þinn sem gat barnið sem er þar. í maga mínum. Eg brosi dálítið stíft og er bæði leið og glöð í senn... Það er indælt að hætta að vinna, en einmitt þessi dagur... Einmitt í dag á ég að hitta vissa manneskju. Lækni. Kvensj úkdómalækni. Ég get ekki verið með öllum mjalla. Sú til- finning hefur íþyngt mér síðan snemma þann aprílmorgun sem ég kom heim úr veislunni þar sem við hittumst í fyrsta skipti, ástin mín. Ég held að það hafi verið augu þín, blá eins og sólskinsbaðaður vetrarís. Ég vissi að þú gast ekkert séð og ég sá stólinn sem þú sast í. En ástinni er sama. Flún tekur öll völd. Það er dýrðlegt og það gekk fljótt fyrir sig. Við vorum eins og kett- lingar í bandhnykli. Sporvagninn stansar á stoppistöðinni við Grænmetistorgið og ég litast um í vagninum. Sólin hverfur og það verður kalt í gluggasætinu. Tvær stúlkur koma inn með barnavagn og setjast móðar í sitthvort sætið. Sporvagninn fer aftur af stað. Ég sé út um gluggann að við förum fram hjá dómskirkjunni, samt sé ég það ekki. Alveg eins og þú ástin mín. Þú sérð þegar ég hreyfi mig, en þú sérð mig ekki. Sjónskaði þinn veldur því. En þú þekir raddblæ minn og þékkir mig vel. Þú veist hvaða hljóð ég gef frá mér. Ég get lesið úr blindum augum þínum og spastískum hjóla- stólsbundnum líkama. Ég veit hvernig þú lítur út þegar þú ert þreyttur, hvernig þú bregst við álagi og skyndilegum óhljóðum. Ég veit hve- nær þú ert glaður, leiður eða þráir mig. Ennþá hefur þú ekki tekið eftir að ég er öðru- vísi ástin mín. Hefur þú ekki tekið eftir að ég er þreytt, ekki eins oft ástleitin og áður og er með ónot annað slagið þegar þú biður mig að hjálpa þér? Eða hefur þú tekið eftir þessu en ákveðið að þegja? Sporvagninn stansar snöggt og ég rek ennið illa í gluggarúðuna. Það syngur í höfðinu á mér og ég er með mikinn verk. Ég teygi hálsinn til að sjá betur. Ég sé að bíll hefur drepið á sér á miðju sporvagnssporinu rétt við Brunns- parken. Ég get séð hvernig ökumaðurinn í ang- ist hamast á stýrinu og bíllinn þýtur af stað. Margir koma inn í vagninn og hann er næstum fullur. Fullt. Næstum eins og í eldhúsinu okkar, ástin mín. Alltaf fólk að koma og fara, sat og reykti og talaði í reykherberginu fyrir innan. Lítið eld- húsborð sem alls ekki er gert fyrir vanalegan hjólastól og þrjá rafmagnsstóla. Ég varð leið og æst yfir því hvernig þú neydd- ist til að búa. Ég þoldi ekki álagið við að hafa alltaf fólk frá heimilishjálpinni þinni í kringum mig. Þjáðist að sjá aðra nota, án þess að þú hefðir SJÁLFSBJÖRG 33

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.